Bachelor nation! We gonna have a baby!!

0
1904

Ó guð almáttugur hjálpi mér hvað ég gleðst mikið núna. Nýjustu fréttir úr Bachelor heiminum bárust fyrr í dag þegar Arie og Lauren tilkynntu að þau ættu von á barni. Ó þessari fréttir laga aðeins hjartasárið sem ég varð fyrir þegar Shawn og Kaitlyn tilkynntu um sambandsslit sitt.

Leið Arie og Lauren að ástinni var ansi skrykkjótt og dramatísk, en eins og flestir aðdáendur þáttanna muna að þá valdi Arie hana Beccu í lokaþættinum og bað hennar fyrir framan myndavélarnar. Allir rosa happy og glaðir…eða allt þar til Arie mætti heim til Beccu…með camerucrew á eftir sér og dömpaði henni svo eftirminnilega.

Hann hafði fengið bakþanka og áttað sig á því að hann elskað Lauren (sem var tæknilega séð í öðru sæti). Hann settist svo upp í bílinn sinn, keyrði heim til Lauren og sagðist elska hana.

Þegar þetta moment átti sér stað, varð Arie um leið einn allra hataðasti Bachelorinn og fékk drengurinn að heyra það lengi eftir á samfélagsmiðlum. Becca hinsvegar varð næsta Bachelorette, og ég get alveg sagt ykkur það að mér fannst hún ein allra leiðinlegasta Bachelorette sem hefur verið.

Hún sjálf mega dúlla, en mér fannst ég bara ekki tengja við hana í þáttunum. Hún fann allavega ástina í lokin í honum Garret. Ég vona að þau muni enda jafn hamingjusamlega saman og fyrrum elskugi hennar Arie.

Arie og Lauren hafa nú þegar boðið fólki í brúðkaupið sitt sem verður í janúar 2019. Litli erfinginn er svo væntanlegur í júní 2019. Það er nokkuð ljóst að árið 2019 verður umvafið spennu og hamingju hjá þeim tveim og óska ég þeim persónulega til hamingju með lífið. Ég held gríðarlega mikið með sambandinu þeirra, því þau hafa svo sannarlega staðið af sér storminn.

Ég var ekki mikill aðdáandi Arie þegar hann var í þáttunum, og ennþá minni þegar hann dömpaði Beccu. En vitiði, smátt og smátt hef ég tekið hann í fang mitt og lært að elska hann og Lauren. Í dag er ég dedicated fan og finnst þau mestu dúllur í heimi!

Baby kveðja á ykkur kids