Selena

0
2775

Í dag eru 23 ár síðan bíómyndin Selena kom út og jafnfram 25 ár síðan söngkonan Selena var myrt þann 31 mars 1995.

Ég vissi fyrst hver Selena var þegar ég horfði á bíómyndina Selenu, sem Jennifer Lopez fór með aðalhlutverkið í.

Það hlutverk var hlutverkið sem kom Jennifer Lopez á kortið og fleygði henni hátt upp í stjörnuhimininn.

Jennifer tók hlutverkinu gríðarlega alvarlega og stúderaði allar hreyfingar, takta og tónblæ Selenu til að ná henni sem best.

Þegar myndin kom í kvikmyndahús var Jennifer hyllt af latín fólki um allan heim fyrir túlkun sína, en Selena var goðsögn í latín heiminum og gríðarlega hæfileikarík.

Selena fæddist þann 16 apríl 1971 í texas í Bandaríkjunum og var mexókósk/bandarísk. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1981 þá 10 ára gömul í hljómsveitinni Selena y Los Dinos- ásamt eldri systkinum sínum. Eftir því sem hróður hennar barst varð meiri eftirspurn eftir henni. Hún hætti í skóla í 8.bekk og helgaði sig frá þeirri stundu tónlistinni.

Hún fékk á sig mikla gagnrýni þegar hún hóf feril sinn fyrir það eitt að spila og syngja svokallaða Tejano tónlist ,og fyrir ungan aldur. Fengu þau því oft ekki að bóka hljómsveitina á svið í Texas fyrir það. Tejano tónlist var iðulega eingöngu spiluð af karlmönnum og var það illa séð að stelpuskott væri að troða sér inn á það platform.

Selena lét það ekki stoppa sig og fékk loks þá viðurkenningu sem hún sóttist eftir þegar hún vann til verðlauna á Tejano Music Award hátíðinni sem besta sönkonan árið 1987. Í kjölfarið opnuðust allar dyr fyrir Selenu og hún fékk samning hjá EMI Latin árið 1989 og gaf út sína fyrstu plötu,  ,,Entre a Mi Mundo”. Platan fór beint í fyrsta sæti á Billboard og á þeirri plötu var hennar þekktasta lag alveg til dagsins í dag, Como La Flor”.

Selena vann til hinna ýmsu verðlauna á sínum stutta ferli, þar á meðal Grammy verðlaunanna. Hún hefur í dag selt yfir 60-65 milljón plötur og er ennþá söluhæsta söngkonan í latino heiminum.

Selena lét ekki staðar numið í tónlistinni og fór einnig í tískubransann. Hún gerði í raun allt það sem stjörnurnar gera í dag. Hún fór að hanna föt, búa til ilmvötn og snyrtivörur, og opnaði í kjölfarið tvær verslanir, Selena Etc. Selena malaði gull á tónlistinni sinn og tísku og var árið 1993 og ´94 á lista yfir ríkustu tónlistarmenn og konur af latín ættum.

Árið 1994 réð fjölskylda Selenu Yolöndu Saldívar sem framkvæmdastjóra í verslunum Selenu. 8 mánuðum seinna  sá hún alfarið um allt sem viðkom starfsfólki og rekstri verslananna ásamt því að sinna aðdáendaklúbb Selenu. Árið 1995 fór að halla undan fæti og bókhaldið var ekki að stemma. Komust Selena og hennar fólk að því að Yolanda hefði stolið a.m.k 60.000 dollurum aðdáendaklúbbnum og verslununum.

Quintanilla fjölskyldan gekk á Yolöndu og hún viðurkenndi brot sín. En Yolanda varð örvæntingarfull, hringdi í Selenu og bað hana að hitta sig á móteli sem Yolanda gisti á. Selena fór á fund við Yolöndu og rifust þær heiftarlega. Gestir á mótelinu kvörtuðu undan hávaða frá herbergi Yolöndu og heyra mátti að þær rifust um peninga.

Yolanda lýsti atburðarrásinni á þann veg að Selena hafi sagt að hún gæti ekki treyst Yolöndu lengur og því væri ekki hægt að breyta. Yolanda teygði sig í skammbyssu og skaut Selena í bakið þegar hún reyndi að flýja. Selena náði að hlaupa niður í afgreiðsluna og biðja um aðstoð, en hneig þar niður.

Hennar siðustu orð voru ,,Yolanda, room 158″ Skotið hafði hitt beint í bláæð og blæddi Selenu út á gólfinu þrátt fyrir að starfsfólk mótelsins hafi gert sitt besta til að stöðva blæðinguna.

Selena var 23 ára gömul þegar hún lést.

Hún lét eftir sig eiginmann og arfleifð í tónlist sem verður aldrei metin til fjár. Enn í dag er tónlist hennar hlaðið niður á tónlistarveitum, og aðdáendur hennar halda nafni hennar á lofti. Hún kom Tejano tónlist á kortið og er hyllt fyrir það.

Yolanda var dæmt í 30 ára fangelsi án möguleika á náðun fyrir þann tíma.

Ég mæli með í sóttkvínni að ef þið hafið ekki séð bíómyndina ,,Selena”- að þið zippið ykkur í það!

Ég veit að Netflix er með þáttaröð í pípunum um æviskeið Selenu, sem á að koma út á þessu ári! Ég get ekki beðið!!

Ekki gleyma þáttunum Mannlíf sem eru komnir í Sjónvarp Símans Premium! Byrja í opinni dagskrá á þriðjudaginn næstkomandi! Einnig getið þið fundið tísera og klippur úr þáttunum inni á Mannlíf ! Ruzan er one proud lady these days!