Breaking news

0
2086

Fréttir voru að berast rétt í þessu að leikarinn góðkunni úr 90´þáttunum 90210 , Luke Perry, hafi fengið  heilablóðfall í morgun. Talað er um að heilablóðfallið hafi verið alvarlegt , en ekki er enn vitað um ástand leikarans sem var keyrður á  forgangi á spítala.

Image result for 90210 gif

Luke Perry er þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum 90210, sem voru aðalþættirnir back in the 90´s, þar sem hann lék töffarann Dylan McKay. Ég sverða, ég fæ fiðring í magann að sjá þetta gif!

Dylan var sá allra heitasti í þáttunum og átti ég t.d risa plakat sem ég límdi á hurðina í herberginu mínu. Hann hefur undanfarin ár leikið stórt hlutverk í þáttunum Riverdale.

Luke er 52 ára gamall og á sama tíma og heilablóðfallið átti sér stað tilkynnti Fox að tökur myndu byrja fljótlega á þáttunum 90210 með sama crewi, þó að Luke hafi ekki verið búinn að undirrita sinn samning.

Mun öppdeita ykkur um leið og frekari fregnir berast.