Britney baby! Hvað er að gerast?

0
2197

Girl! Hvað er að frétta.

Britney sat fyrir dómara á föstudaginn og grátbað um að vera látin laus undan valdi föður síns sem sér um öll hennar mál. Þið munið eflaust eftir því að Britney skráði sig á meðferðastofnun fyrir ekki svo löngu síðan. Var því alltaf haldið fram að það væri með hennar eigin vilja, því hún væri að jafna sig á áfallinu sem fylgdi veikindum föður hennar.

En núna hafa hinsvegar gögnum verið lekið í fjölmiðla frá þessum réttarhöldum ( sem áttu að vera lokuð) og er því haldið fram að Britney hafi grátbeðið um að fá aftur réttindi sín. En pabbi hennar Jamie er víst svokallaður ,,Conservator” Ég veit ekki alveg hvernig það útskýrist á íslensku, en það þýðir að hann sér um öll fjárhaldsmál hennar, og getur látið loka hana inni á stofnun ef honum sýnist hún vera spiralling out of control. Er í raun með allt vald yfir henni. Ætli þetta sé ekki svipað og þegar fólk er svipt sjálfræði hér á Íslandi.

But Britney wants her freedome back. – og ég spyr: ,, Er kannski pabbi hennar ekkert lasinn? Ætli þetta sé publicity stunt til að enginn myndi fatta að hann væri að loka hana inni, því það er actually eitthvað að hjá henni sjálfri?

Myndaniðurstaða fyrir britney gif

Hún sat s.s fyrir dómara og bað um sjálfræðið sitt aftur ( kölluð þetta það)en var hafnað. Fyrst þarf hún að gangast undir læknisrannsókn til að fá úr því skorið að hún sé við góða andlega heilsu. Mamma hennar Lynne, hefur einnig sótt um að fá aðgang að öllum læknisfræðigögnum um Britney, þvi hún er víst ekki sátt við hvernig Jamie fer með hana.

Myndaniðurstaða fyrir britney spears las vegas

En ok, ýtum á pásu. Var ekki Britney að rúlla upp hverju Vegas showinu á fætur öðru fyrir ekkert svo löngu, virtist við hestaheilsu, glöð og kát. EInnig var hún búin að landa nýjum samning í Vegas þar sem nýja showið hennar átti að byrja núna í febrúar.

En hún ber þetta ekki utan á sér. Andleg veikindi er svo oft dulin. Ég vona að hún Britney mín fái frið sem fyrst, áður en þetta endar illa hjá henni.

Myndaniðurstaða fyrir britney gif

Stay tuned for more af Britney. Mér sýnist á öllu að það sé eitthvað að malla í pottinum hennar.