Kardashian Kurse?

0
2356

Bölvun Kardashian- I know, ferlega dramatískt, en nú hafa aðdáendur Ben Simmons grátbeðið hann um að dömpa Kendall.

Afhverju?

Nú útaf því að 76ers töpuðu mikilvægum leik um helgina….og það er Kendall að kenna- að mati aðdáenda liðsins.

Ok byrjum frá byrjun.

Kendall og Ben eru að deita. Búin að deita í að verða ár núna. Kendall er ekkert lík systrum sínum að því leitinu, að hún er mjög prívat með allt sitt einkalíf. Hún er lítið fyrir að flagga hvern hún er að deita og vill halda samböndum sínum fyrir utan sviðsljósið.

Eru fjölmiðlar stundum ekki vissir hvort þau séu ennþá saman, því þau eru svo prívat.

Ben Simmons er leikmaður hjá NBA liðinu 76ers, og er 22 ára (Kendall er 23 ára). Hann er fæddur í Melbourne í Ástralíu, og er talið að hann verði með tímanum næsti LeBron James. S.s huge fótspor sem hann þarf að feta í.

76ers töpuðu eins og áður sögðu mikilvægum leik og átti Ben ekkert sérstakan leik. Twitter fór á flug og grátbáðu the fans, Ben um að dömpa Kendall- coz the Kardashian Curse was coming over him.  Kendall hefur samt ekkert mætt á síðustu leiki…. still it´s obviously her fault.

Kardashian /Jenner mæðgurnar hafa oftar en einu sinni verið kallaðar svörtu ekkjurnar. Ég hef áður skrifað um það, því það virðist sem mennirnir í lífum þeirra endi alltaf illa.

Khloé- Lamar Odom

NBA leikmaður og fyrrum eiginmaður hennar missti taktinn í boltanum , fór í ruglið, óverdósaði og var næstum dáinn á hóruhúsi.

Tristan Thompson…þurfum við eitthvað að ræða það helvíti sem fylgdi honum?

Kourtney- Scott Disick.

Scott spilar enn stóran þátt í lífi þeirra mæðgna, en það endaði næstum illa fyrir honum. Hann misnotaði fíkniefni og áfengi í langann tíma. Það tók hann dágóðann tíma að finna fæturnar sína aftur, en í dag er hann það besta við K-Fam.

Kris- Bruce Jenner.

Ég er reyndar alveg ósammála þessari staðhæfingu, að Kris hafi skemmt Bruce…sem er í dag þekktur sem Caitlyn Jenner.

Að sjálfsögðu er það ekki Kris að kenna að Bruce fór í kynleiðréttingu, en Kris hefur oft fengið að heyra það.

Kylie sagði í viðtali við Vouge í fyrra að þessi bölvun meikaði smá sens. Þær systur væru allar fæddar inn í þennan heim, aldar upp í honum og markvisst búnar að vinna sig upp í heim hinna ríku og frægu.

Myndaniðurstaða fyrir kardashian jenner clan

Þær eru vanar athyglinni og elska hana. En mennirnir sem þær deita, séu ekki endilega undibúnir fyrir þá stjarnfræðilegu athygli sem fylgir því að deita þær. Þeir hafi sumir ekki höndlað umtalið og athyglina . Meira að segja sumir vina þeirra geta ekki höndlað það- að vera vinir þeirra.

Myndaniðurstaða fyrir kendall okurr gif

Those girls were destined for stardom! Því miður eru það ekki allir. Ég segi bara reach for the stars people!!