Cardi B. lætur ekki vaða yfir sig með fölskum ásökunum, en hún hefur stefnt tveimur Youtube bloggurum fyrir að halda því fram að hún sé eiturlyfjaneytandi, vændiskona og sé dreifandi herpes um allt.
‘Just a Grammy nominated prostitute running around spreading her herpes.’
Uuuu okei, það eru engar smá ásakanir sem þær bombuðu frá sér.
En þær Starmarie og Latasha voru ekki hættar þarna, heldur sendu þær frá sér videoblog í apríl í fyrra, þar sem þær sögðust hafa staðfestar heimildir fyrir því að ófætt barn Cardi B. mundi fæðast fatlað í heiminn, því Cardi B. væri að nota fíkniefni á meðgöngunni.
Ái! Þetta er það ljótasta sem ég hef heyrt. En Kultur litla fæddist fögur og heilbrigð í júlí í fyrra.
Cardi B. er brjáluð…eða það er reyndar vægt til orða tekið. Hún hefur gefið þeim tækifæri til að draga orð sín tilbaka og gefa út yfirlýsingu um að ekkert sem þær hafi sagt sé rétt, en þær hafa hvorugar svarað Cardi. Þær eru pottþétt skíthræddar….
Ég er nú nokkuð viss um að ef Cardi B. hefði verið að selja líkama sinn, að þá væri hún búin að segja okkur öllum frá þeirri lífsreynslu, því Cardi er ekki þekkt fyrir að skafa af hlutunum. Ekki veit ég hvaðan þessar stöllur tvær hafa fengið heimildir sínar, en þær sendu frá sér 23 vidjó á Youtube á 14 mánaða tímabili með hinum ýmsu fréttum af Cardi , sem virðast ekki eiga neinar stoðir í raunveruleikanum.
En að segja að barn Cardi B. væri fatlað finnst mér það hræðilegasta sem nokkur getur sagt.
Cardi tekur þær fyrir rétt og fær vonandi réttlætinu fullnægt!
Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér!