Er ástin blind?

0
2462

Þegar ég hélt að raunveruleikahjartað mitt væri mett þá kom serían Love is Blind eins og fellibylur inn í líf mitt og ég hef varla getað talað við fólk síðustu kvöld.

Love is Blind eru þættir úr smiðju Netflix og eru þáttastjórnendur 98 Degrees hönkið Nick Lachey og eiginkona hans Vanessa. Þau gera hinsvegar mest lítið en að droppa inn örsjaldan, og mig grunar að þau hafi verið fengin í þessi hlutverk til að fá smá buzz. En málið með þessa þætti, þeir þurfa ekkert buzz. Standa fullkomlega undir sér sjálfir.

Þeir snúast um það að kanna hvort að fólk geti orðið ástfangið tilfinningalega án þess að sjá viðkomandi. Þau tala saman í gegnum vegg úr sitthvoru herberginu og tengjast þannig. Ef tengingin var svo sterk að þau finna ástina grípa hjartað-  þá endar það með bónorði. Eftir max 10 daga spjall í gegnum vegg. MAX!!

Þá fá pörin sem voru að trúlofast loksins að hittast í fyrsta sinn, fara til Mexíkó og reyna að tengjast líkamlega- if you know what I mean.

Síðasti hjallinn var svo að búa saman í íbúð í 2 vikur fyrir brúðkaup. Að lokum kom að brúðkaupum þeirra sem lifðu af allar hindranir og þá kemur í ljós at the altar hvort þau segja já eða nei við hvort annað. Gjörsamlega algjör killer fyrir þau, veisla fyrir okkur og ég var oft á barmi þess að fá kvíðakast fyrir þeirra hönd. Var næstum orðin lasin af vandræðaleika.

Myndaniðurstaða fyrir true dat gif

Ef við spáum aðeins í það, að þá eru þeir sem taka þátt í Bachelor og Bachelorette að hanga minna saman í heildina heldur en þau sem tóku þátt í þessari ,,tilraun”. Þannig að ef maður rífur þáttinn aðeins í sundur að þá eru þau að fá meiri tíma saman en í Bachelor heiminum.

Myndaniðurstaða fyrir thats crazy gif

Hinsvegar er sturlað að ætla að biðja einhvern um að giftast sér eftir að hafa talað saman í gegnum vegg í 10 daga… algjör bilun OG ÉG FREAKING ELSKA ÞAÐ! Ég myndi sjálf aldrei í lífinu taka þátt í svona, en sem betur fer er fólk sem er til í það!

Ef þú hefur ekki klárað þættina að þá mæli ég með því að hætta lestri núna.

.

.

.

.

.

.

.

Ég er að fara að ræða lokin. Ekki lesa meira ef þú ert ekki búin/n að horfa.

.

.

.

.

.

Ok wtf Mark!!! Hvern fjandann er maðurinn að spá.

Mark, 24 ára, var gjörsamlega blindaður af ást á hinni 34 ára gömlu Jessicu. Jessica hinsvegar var mjög torn með sínar tilfinningar alla þættina- og elskar að drekka. Sorry með mig, en mér fannst óþægilegt hversu oft hún var undir miklum áhrifum áfengis í gegnum þættina. Er alls ekki að dæma og  hey, reality tv at it´s finest.

Jessica reynir og rembist eins og hun getur að verða ástfangin af Mark en það er svo augljóst að það er aldrei að fara að ske. Hann greyið er svo upptekin af þessari ást sem þau eiga að hans mati, að hann sér bara alls ekki hvað er að gerast. Jessica skilur hann greyið eftir við altarið heartbroken, og mig brjálaða. Afhverju var hún ekki löngu hætt að draga drenginn á ansaeyrunum. She´s just not that into you elsku Mark. Þetta var samband sem reyndi virkilega á taugarnar mínar.

Mark segist ekki bera neinn kala til Jessicu eftir þessa lífsreynslu og hann beri nothing but love til hennar, og hann sér ekki eftir neinu. Hún verður heppin pían sem pikkar Mark upp.

Cameron og Lauren. Par sem var fyrsta parið til að bera upp bónorð, og voru mjög samkvæm sjálfri sér allan tímann. Það koma smá hökkt í sambandið er nær dró brúðkaupinu, en ég var alltaf viss um að þau myndu seal the deal. Sem þau gerðu.

Það eru 2 ár síðan þættirnir voru teknir upp og eru þau ennþá gift í dag, sem ég elska. Ferlega miklar dúllur.

Amber og Barnett voru algjört lestarslys en samt með einhvern sjarma. Pössuðu saman eins og flís við rass, en ég hafði enga trú á þeim.

Þau enduðu á að segja já við hvort annað við altarið og eru enn saman í dag. Þau voru bæði í lausu lofti, hún atvinnulaus og með skuldir og Barnett algjör playboy. Amber fékk á sig gagnrýni eftir að þættirnir fóru í loftið þar sem hún fékk að heyra það fyrir að vera atvinnulaus og blahh.

Hún hefur þaggað það niður og sagt frá því að hún hafi meðal annars gengið í gegnum erfiða fóstureyðingu sem fór illa með andlega heilsu hennar. Hún þurfti að hætta að vinna og taka til í sjálfri sér. Í dag eru hún og Barnett að virðist mjög hamingjusöm.

Kelly og Kenny. Mesti sjokkerinn minn í lok þessara þátta var að þau skildu ekki enda saman. Ég var svo handviss um að þau væru meant to be. En allt í einu fór Kelly að tala um að hún væri ekki með Kenny nógu mikið á heilanum..eins og hún hafði verið með fyrrum kærasta sinn. En ok, ég get ekki gagnrýnt hana fyrir að finna ekki neistann, en god damn hvað ég var svekkt. Ég var held ég jafn svekkt og Kenny. Og jafn hissa líka.  Kelly vildi ekki stunda kynlíf með Kenny strax, sem er gott og blessað, en svo sagði hún að ástæðan væri sú að hún ætti erfitt með að fá fullnægingu.

Ég sagði við Kelly í gegnum sjónvarpið; ,,Kelly, leyfðu Kenny að work his magic” Hún hlustaði ekki, og Kenny fékk ekki séns á að gefa henni regnbogann. Ég held að ef þau hefðu kannski tekið samband sitt upp á næsta level þá hefði nándin kannski komið sem Kelly fannst vanta. En hún var greinilega bara ekki jafn mikið into him eins og við héldum öll, og þá er það bara þannig. Og enn og aftur, ekki misskilja mig. Ef fólk vill bíða með kynlíf þá má það alveg. Mér fannst bara miðað við hvað við sáum af þeim, að þau væru svo sannarlega komin á þann stað með hvort annað. En hvað veit ég svosem….ekki eins og ég þekki þau persónulega þó að mér líði þannig!

Giannina og Damian. Doomed from the start. Hún sagði bara já til að segja já. En hún var alltof mikil raketta fyrir DAmian. Hann var greinilega ekki vanur því að vera með píu sem öskraði og lét öllum illum látum við hann. Svo fannst mér ógeðslega ljótt þegar hún sagði við hann að hvort að hann hefði aldrei pælt í því afhverju hún hefði aldrei sagt ,,vá hvað er gott kynlífið með þér “. Óþarfa shade. Ég var allavega ekkert hissa að þetta skildi enda svona hjá þeim.

Diamond og Carlton voru svo fyrsta parið til að hætta saman. Eftir, held ég ,sólarhring í Mexíkó og var það brutal break up með allskonar ljótum orðum sem fengu að falla. Diamond höndlaði ekki að Carlton skildi ekki segja henni frá því að hann væri tvíkynhneigður. Mér finnst persónulega að hann hefði átt að vera búinn að opna sig með það í byrjun, en get samt ekki dæmt hann fyrir að hafa ekki gert það. Hann vildi að hún myndi kynnast honum sjálfum en ekki dæma hann eftir því hvern hann hafi elskað í fortíðinni.

Ég var smá pirruð við Diamond, mér fannst hún tækla þetta illa, but who am I to judge. Ég hef aldrei verið í hennar sporum…og ekki hans. Eitt er víst að allir mega elska þann sem þeir vilja, það breytir ekki persónunni.

Ég fann ekkert um ástæðu þess afhverju það tók svona gríðarlega langan tíma að henda þáttunum í loftið, en tökum lauk í nóvember 2018. Þurftu því þáttakendur að passa sig mikið á samfélagsmiðlum.

Munurinn á Bachelor keppendum og Love is blind þáttendum, er sú að Love is blind people voru óþekkt þangað til fyrir mánuði síðan, en það eru þáttakendur ekki í Bachelor. Er því liklegt að þau hafi getað vaðið um borgi og bæi saman og enginn pældi í þeim.

Ég bíð spennt eftir reunion þættinum og ætla að senda Nick og Vanessu email og biðja þau að henda í aðra seríu. Þetta var breath of fresh reality air.

Ef þú last þetta allt. Til hamingju. Ég bara gat ekki hætt.

En spurningin er…Er ástin blind?? Ég held að hún geti verið það.