Chris Harrison um Kaitlyn og Shawn

0
2218

Chris Harrison opnaði sig í nýlegu viðtali við Extra um sambandsslit Kaitlyn og Shawn og viðurkennir að þetta hafi í raun ekki komið honum á óvart.

Hann er góður vinur Kaitlyn og er í miklu sambandi við hana og vissi nákvæmlega hvað gekk á hjá þeim tveimur. Kaitlyn leitaði mikið til hans og hafi hann reynt að gefa þeim báðum sambandsráð til að láta þetta ganga. Hann segir einnig að þau hafi virkilega reynt að berjast fyrir ástinni sem þau höfðu til hvors annars.

En á endanum hafi þessi ákvörðun þeirra um að slíta sambandinu verið það eina í stöðunni. Still so sad….

Einnig ræddi hann um Colton, sem er nýjasti piparsveinninn vestanhafs. En tökur eru í fullum gangi á nýjustu þáttaröðinni og hefur það vakið mikla athylgi að Colton er hreinn sveinn. Nú styttist í tökur á svokölluðum Fantasy suit, þar sem hann fær að eyða nótt með þremur stúlkum (í sitthvoru lagi , LOL)  og….já í raun gera það sem þau vilja off camera.

Það er nokkuð ljóst að það verður mikið áhorf á lokaþættina, og spurning um hvort að Colton fari alla leið. Hann hefur aldrei verið feiminn við að ræða þetta mál, og ég meina, hvaða máli skiptir það hvort hann sé hreinn sveinn eða ekki.

Er hann góður maður?

Það ætti að vera aðalspurningin. Það verður samt sem áður fróðlegt að fylgjast með framgangi mála og get ég alveg sagt ykkur það að ég mun tjúnna inn með popp og kók og biða spennt!