Þær eru að fara að moka inn seðlunum!

0
1819

Þær risastóru fréttir  komu i vikunni að Kryddpíurnar væru á leið í tónleikaferð árið 2019. Allar nema ein munu stíga á svið, en Victoria Beckam mun EKKI taka þátt í þessari ferð þeirra.

Hún mun samt sem áður græða vel á þessari tónleikaferð stúlknabandsins…eða ætli við getum ekki kallað þetta konuband í dag, því hún er eigandi vörumerkisins ,,Spice Girls” jafnt við hinar. Má reikna með að Mel B, Mel C, Emma og Geri muni hala inn um 14.5 milljónum dala ef það selst upp á alla 6 tónleikana, en Victoria aðeins minna þar sem hún fer ekki all in með þeim…og er þá ekki talinn með hinn ýmsi varningur sem verður seldur og þær fá prósentur af.

Þær voru í viðtali við Heart Radio á dögunum þar sem þær voru spurðar hvort að kæmi til greina að bæta við dagsetningum. Svaraði Geri snögg tilbaka ,, See if Mel B behaves herself and then we’ll see.“ Mel b er greinilega týpan sem þarf að hafa einhvern hemil á.

Mel B fullyrti í þessu viðtali að Victoria myndi mæta á svið með þeim á einhverjum tónleikum, en Victoria var fljót að senda frá sér yfirlýsingu númer 2 þremur klukkutímum eftir að viðtalið fór í loftið (hún var búin að tilkynna það nokkrum dögum áður), þar sem hun ítrekaði þá ákvörðun sína að hún myndir ekki stíga á svið með þeim.

Hún ætlar greinilega að kela við David Beckham í staðinn.

Íslenskir aðdáendur sveitarinnar þurfa ekki að örvænta því Gaman Ferðir munu sjá um að ferja Spice Girls aðdáendur yfir hafið og mun sala hefjast hjá þeim innan skammst á gaman.is

Mér líður núna nákvæmlega eins og Adele leið þegar hún var 10 ára á þessari mynd…

Spice kveðja á ykkur kids!