Þegar jólin koma…

0
3095

*Ég var beðin um að birta þennan pistil- og geri það glöð því hann snerti streng hjá mér. Höfundur: nafnlaus.

Því jólin eru tími ástvina.

“hvers vegna eru sumir leiðir um jólin?”
…Spurði ungur herramaður mig um daginn.
Ég fékk kaldan verk í hjartað við þessa spurningu því ég taldi mig finna fyrir svarinu, innst inni í hjartanu mínu.
“Jú, sjáðu til hjartans minn. Svörin eru því miður óteljandi. Svo margt sem úrskeiðis getur farið í gegnum árið og valdið því að jólaandinn rati ekki heim til fólks.

Það er óskrifuð pressa frá samfélaginu sem við búum í að vera hamingjusamur fyrir jólin.
Hlakka til þess að gefa og gleðja, skunda út um fjöll og firnindi með kakó í brúsa og hlæja hátt og faðma fast.
Það eru þó sálir þarna úti sem fyllast samviskubiti. Fyllast vonleysi og depurð og rata ekki út úr þeirri prísund.
Samviskubiti yfir því að finna ekki þessa gleði. Sama hversu langt er leitað og hversu fast er grafið, samviskan nagar þá sem ekki finna gleðina .
Samviskubiti að fylgja ekki brosi barnanna sinna, þó svo allt sé reynt til að brosa einlægt til baka..

Ástæðurnar geta verið svo margar.
Ekki eru til nægir peningar til að standa straum af því sem kaupa skal,
mögulega er fjölskyldan ekki enn hér á jörðinni hjá öllum hinum, og annar möguleikinn er að hjartað sem manneskjan ber, sé brotið.
Jólin eru nefnilega einhverskonar uppgjör eftir árið.
Uppgjör síðustu jóla.
Uppgjör hefða og annarra gjörða.

Jólin eru tími ljóss og friðar. Tíminn sem fjölskyldan hittist, á saman góða stund og hlegið er og gantast.

En ekki allir eru svo heppnir.
Fjölskyldan er oft sundruð og staðsett undir fleiru en 1 húsþaki.
Samviskubitið nagar, sársaukinn verður nýstandi og hjartasárið sem þú taldir vera gróið, opnast upp aftur og líkaminn verður heltekinn af sorginni sem ástarsorg bíður upp á.
Allt er þetta tímabil.
Alveg eins og hver önnur sorg, en þessi tími árs er oftar en ekki tími minninga.
Tíminn sem fólk sækir í hefðir, rifjar upp gjörðir síðustu ára og nýtur samveru hvors annars og hefur gert, svo árum saman.

En örlítill hópur þarna úti á ekki þennan samastað. A ekki lengur heimangengt í hefðirnar og siðina..
Þegar þú lítur í tómt farþegasætið þegar keyrt er um og jólaljósin blasa við, rifjast upp liðnar minningar, brotnar væntingar og gripið er í tómt.
Þú heldur af stað inn í hátíð ljóss og friðar, með einhverskonar draug þér við hlið.
Þú þráir að teygja hendina út og grípa af öllu afli…en þú grípur í tómt.

Við erum jú bara mennsk..
Við viljum flest vera elskuð, og við flest viljum elska.
En upp getur komið sú staða að ástin á ekki samastað.
Sá samastaður er raunveruleikinn

Ástvinurinn vill ekki taka við tilfinningunum eða mögulega er ófær um að elska til baka

Raunveruleikinn getur oft gleymst innan um jólaseríur og pakkaflóð.

Gleymum ekki þeim sem eiga engan að.
Gleymum ekki þeim sem elskuðu en voru ekki elskuð til baka.
Gleymum ekki þeim sem leita út um allan bæ að jólaandanum, en finna hann hvergi.

Föðmum vini og fjölskyldu fast, spyrjum um líðan og munum að hlusta með athygli eftir svarinu.
Hvernig væri að skipta út :
“Ertu búin/n að öllu fyrir jólin?”
Fyrir :
“hvernig hefur þú það um þessi jól?”

Gefum okkur tíma.

Ekki allir munu eiga gleðileg jól, en öll eigum við ást og skilning skilið.

Verum góð við hvort annað.
Hlustum með eyrunum, horfum með augunum og finnum með hjartanu.

Skiljum yfirborðskennd, látalæti og mikilmennsku eftir úti á götu og göngum saman inn í þessa hátíð.

Hún er jú bara, sem betur fer, einu sinni á ári.

Previous articleD-Vítamin skammtur í des!
Next article,,You”
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!