Lili Reinhart opnar sig

0
1811

Riverdale stjarnan Lili Reinhart opnaði sig um andlega heilsu og baráttu sína við þunglyndi í nýlegu viðtali við Glamour UK.

Lili, sem er 23 ára, segist ennþá vera undir álögum þunglyndisins og upplifi oft mikinn kvíða og stress.

Hún segir:,, Þunglyndið hefur haft áhrif á mig á svo margan hátt. Þetta er eitthvað sem hverfur aldrei alveg. Ég hef upplifað kvíða og þunglyndi, ekki stöðugt en upplifi það oft. Það koma tímar þar sem ég er algjörlega á valdi þess og langar ekki til að gera neitt. Ég á erfitt með að höndla mikið álag og stress til dæmis.”

Einnig ræðir hún um líkamsímynd og þær miklu kröfur sem eru settar á fólk í dag.

,,Í dag er búið að koma því inn í hausinn á okkur að appelsínuhúð og slit séu ógeðsleg og óheilbrigð- þegar þetta er í rauninni allt partur af líkamanum og jafn eðlilegt og freknur. “

Ég elska hvað Lili veður á málefni sem henni finnst skipta máli. Hún var nýlega listuð meðal 100 annara hjá Times yfir rísandi stjörnur í Hollywood.

Lili er í sambandi með Cole Sprouse sem leikur einni í þáttunum Riverdale. Mikill orðrómur fór á kreik í vor um sambandsslit þeirra- en þau hafa pakkað þeim orðrómi niður og virðast aldrei hafa verið hamingjusamari en akkúrat núna.

Lili er fullbókuð langt fram í tímann, en ásamt því að leika eitt af lykilhlutverkum í þáttunum Riverdale, að þá hefur hún nýlega hafi samstarf með Cover Girl ásamt því að vera að gefa út ljóðabók sem kemur út næsta ári. Hún segist að ljóðagerðin hafi hjálpað henni mikið að takast á við kvíðann sinn.

Image result for clapping gif

Ég segi bara go Lili. Við þurfum svo sannarlega fleiri stjörnur með risastórt platform til að koma boðskap um mikilvæg málefni áfram í heiminum!