Ég felli gleðitár…

0
1922

Haldiði að Chris Pratt sé ekki á leið upp að altarinu.

Hann birti í morgun mynd af sér með Kathrine Schwarzenegger í fanginu og caption ,,so happy you said yes”

Omg!!!

Chris var áður giftur leikkonunni Önnu Faris, en hann kynntist henni árið 2007, þau trúlofuðu sig 2008, giftu sig 2009 og eignuðust son sinn Jack árið 2012. Mér fannst þau geggjuð saman og hélt að þau væru 4ever. Í ágúst 2017 tilkynntu þau heiminum hinsvegar að þau væru að skilja og kom það mér algjörlega í opna skjöldu, og flestum öðrum. Óþægilegt þegar þau koma svona aftan að manni með fréttirnar.

Það var svo ári seinna, eða í júli 2018 sem hann byrjaði í sambandi með rithöfundinum Katherine Schwarzenegger..eða allavega gerði það opinbert.

Eins og glöggir lesendur fatta kannski, að þá er Kata dóttir hins eina sanna Arnold Schwarzenegger og er fædd árið 1989, og er því 10 árum yngri en Chris.

Eins og áður sagði er Kata rithöfundur og hefur búið sér til gott orðspor í þeim bransa. Þá sérstaklega  eftir að hafa gefið út bók sem hvetur konur til að elska sjálfan sig. Hún átti sjálf í erfiðleikum með sína eigin sjálfsímynd þegar hún var yngri en náði sér sem betur fer upp úr því.

Það var víst mamma Kötu sem kom þeim saman, Maria Shriver, en hún og Chris þekktust og fannst henni að þau gætu orðið góð fyrir hvort annað.

Skilnaðurinn milli Önnu og Chris var óvenju fagur , og var hún fljót að óska þeim til hamingju. Þau verið, að virðist, í góðum samskiptum frá því þau skildu, og tala einnig fallega um hvort annað í viðtölum.

Ég held að Chris sé genuinly góður gæji. Hann virkar þannig á mig, og ég hef vanalega rétt fyrir mér þegar kemur að því að meta Hollyliðið. Ég er líka svei mér þá ánægð með þennan ráðhag. Kata virkar fín pía á mig líka.