Bad Boys for life!

0
1902

Ó hell yeahh

Will Smith og Martin Lawrence sameina hesta sína enn á ný, 24 árum eftir að fyrsta blockbuster myndin ,,Bad Boys” var frumsýnd og gerði Will Smith að þeirri risastjörnu sem hann er í dag.

Ég get alveg sagt ykkur það að ég pissa í mig af spenning. Mér fannst Bad Boys myndirnar alveg ógeðslega skemmtilegar, og já ég er sökker fyrir akkúrat svona myndum. Hasar, spenna, smá heilalausar, húmor. Will og Martin eru líka svo helv gott kombó í þessum myndum. Will kærulausa týpan sem veður í gellum á meðan Martin var taugaveiklaða týpan, harðgiftur og að drepast úr stressi.

I am looooving this. Áætlaður frumsýningardagur er 20.júní 2020, og Will Smith var rétt í þessu að tilkynna á instagramsíðu sínni að tökur væru að hefjast á morgun.

Talað hefur verið um að gera Bad Boys 3 í um tíu ár, en eins og oft, vill verða er erfitt að ná megastjörnum saman, því allir eru í allskonar verkefnum, og handritið hefur verið lengi í vinnslu.

Image result for cant wait gif

Michael Bay, sem leikstýrði fyrstu tveim myndunum mun ekki leikstýra þessari mynd, heldur munu Adil El Arbi og Bilall Fallah taka við kyndlinum, and they BETTER DELIVER!!

Ég bíð allavega spennt og veit að Willi vinur minn mun ekki bregðast mér!