Eiginkona Jason Bigg´s missti son þeirra á höfðið.

0
2576

Jenny Mollen, eiginkona leikarans Jason Bigg´s greindi frá því á Instagram að hún hefði misst son þeirra hjóna á höfuðið með þeim afleiðingum að höfuðkúpan hans brotnaði lítillega.

Sonur þeirra, Sid, er 5 ára gamall og varð sem betur fer ekki fyrir alvarlegum höfuðáverkum. Höfuðkúpubrot er að sjálfsögðu alltaf alvarlegt, en sem betur fer var þetta ekki mikið og ekkert sem mun hafa áhrif á hann í framtíðinni. Hann er kominn heim af gjörgæslu og fær súkkulaðiís eins og hann vill, segir Jenny, sem var eins og gefur að skilja í áfalli.

Ég bara get ekki ímyndað mér hvernig Jenny hefur liðið. Eitthvað sem allir foreldrar óttast er að börnin manns slasi sig og hvað það ef eitthvað svona gerist.

Jason er þekktastur fyrir hlutverk sitt í 90´myndunum American Pie. Þær myndir skutu honum upp í stjörnuhimininn og hefur hann leikið í fjöldamörgum myndum síðan. Nýjasta verkefnið hans er Brodway leikritið  The Heidi Chronicles . ÉG mæli með America Pie myndunum. Gott comedy þar á ferð, sem ég hlæ ennþá upphátt af.

Jenny er leikkona, rithöfundur og áhrifavaldur á Instagram. Þau hjónin eiga tvo drengi saman og hafa verið saman síðan 2008.