Er Drew Barrymore að missa tökin?

0
2524

Drew Barrymore, ein ástælasta leikkona í Hollywood, og kona með massívan krúttfaktor er sögð vera missa tökin a lífi sínu.

Hún kemur úr mikilli leikarafjölskyldu og skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hún lék í hinni ódauðlegu mynd um geimveruna E.T. Hún skaust svo hratt upp að hún réð ekkert við frægðina og fylgifiska hennar.

Martröðin byrjaði þegar Drew var einungis 9 ára, en þá byrjaði hún að reykja, fikta með áfengi 11 ára, reykja maríjúna 12 ára, og 13 ára gömul var hún komin í kókaín. Hún var einungis 14 ára gömul þegar hún fór í sína fyrstu meðferð , sem endaði svo með því að hún var lögð inn á geðspítala í 18 mánuði.

Það má svo sannarlega segja að þetta sé martröð allra foreldra. En hún náði sér sem betur fer á strik þegar hún var ung, en hefur samt alltaf haft stimpilinn ,,wild child” á sér.

Árið 1990 lét Drew allt flakka í ævisögu sinni í bók sem bar nafnið ,, A little girl lost”, og hefur hún alltaf verið mjög opin með baráttu sína við fíknina.

Árið 2016 skildi hún við eiginmann sinn og barnsfaðir Will Kopelman, eftir 5 ára samband, en saman eiga þau dæturnar Olive og Frankie.

Nú er svo komið að vinir Drew eru farnir að hafa áhyggjur af því að kannski, KANNSKI sé Drew mögulega að missa tökin á lífi sínu. Hún er farin að drekka meira og skálar meira að segja í kampavín yfir morgunmatnum. Þetta hefur vakið viðvörunarbjöllur hjá fólkinu sem stendur henni næst ásamt áhyggjum af fjárhag hennar, en hún hefur verið að taka undarlegar ákvarðanir peningalega séð.

Nýlega seldi hún nýuppgert hús sitt í L.A. sem metið var a 16,5 milljón dollara og keypti sér þess í stað íbúð í New York.

,,Nánir vinir” hennar hafa látið hafa þetta eftir sér, en hversu mikið er til í þessu, veit ég ekki. Ég spyr mig alltaf þrisvar sinnum að því þegar ég les fréttir frá ,,nánum vinum” viðkomandi, hvað sé til í fréttum sem þessum. Ég efast stórlega um að þessar heimildir um Drew komi úr hennar innsta hring, og krossa ég fingur að þessi frétt mín sé ekki á rökum reist…but it´s still out there!!

Vona að hún Drew vinkona mín láti ekki gamla djöfla ná sér niður!