Flip It Like Disick

0
1921

 Lord Disick is In The House!!!!

Myndaniðurstaða fyrir LORD DISICK GIF

Einn af mínum uppáhalds, Scott Disick tilkynnti í dag að hann væri búinn að landa sínum eigin þætti á sjónvarpstöðinni E! sem mun bera nafnið ,,Flip It Like Disick” Þættirnir verða 8 talsins og í þeim mun Scott endurinnrétta heimili hinna ríku og frægu. Hann hefur gríðarlega mikinn áhuga á húsum og innanhúshönnun, líkt og fyrrverandi barnsmóður og kærasta, Kourtney.

Myndaniðurstaða fyrir flip it like disick gif

Kris Jenner mun framleiða þættina með Scott…auðvitað. Mama Kris sér um strákinn sinn.

Ég segi bara, bring the party Scott. En fyrir ykkur sem ekki vitið, að þá er Scott fyrrum kærasti Kourtney Kardashian og barnsfaðir barnanna þriggja,þeirra Mason, Penelope og Reign.

Scott og Kourt voru saman í um 10 ár og áttu ansi stormasamt samband á köflum. Scott misnotaði áfengi og aðra vímugjafa á tímabili, og var Kourtney mjög lengi torn between þess að vera með honum áfram eða skilja við hann. ÞVí miður endaði þeirra ástarsaga með skilnaði, en ég hef aldrei hætt að vona að þau taki saman á ný.

Scott var einkabarn foreldra sinna, sem voru auðkýfingar. Þau létust með 3gja mánaða millibili úr veikindum og varð hann því munaðarlaus fljótlega eftir að hann og Kourt byrjuðu saman. Kardashian fjölskyldan ættleiddi hann, ef svo má segja og tóku hann í faðm sinn. Kris Jenner hefur tekið honum eins og syni sinum og elskar hann jafn mikið og börnin sín..það sjá allir.

Þrátt fyrir öll aumingjamúvin sem hann hefur gert á hendur Kourtney, að þá hafa þau frekar hjálpað honum að yfirstíga fíkn sína, í stað þess að henda honum út á hafsauga.

View this post on Instagram

Side

A post shared by Scott Disick (@letthelordbewithyou) on

Scott og Khloé eru bestu vinir og hafa verið nánast frá upphafi sambands Kourts og Scott. Þrátt fyrir sambandsslitin, að þá hefur Scott farið með í flest stórfjölskyldufrí, hann og Kourtney eru dugleg að fara saman með krakkana, og virðist samband þeirra aldrei hafa verið betra. ÞAu voru alltaf ákveðin í að láta börnin ekki finna fyrir skilnaðinum, og þeim hefur tekist það.

Myndaniðurstaða fyrir flip it like disick gif

Scott er heldur betur búinn að step up his game og sinnir föðurhlutverkinu like a champ. Scott er einn allra fyndnasti gaur sem ég veit. Hann er sjúklega orðheppinn, ófilteraður og skemmtilegur karakter. Hann var í gömlu þáttunum alveg óþolandi montinn og mikill hálfviti, en alltaf endaði ég á þvi að fyrirgefa honum. Í dag sé ég ekki eftir þessari fyrirgefningu, en mér finnst allra skemmtilegustu þættirnir af KUWTK vera þegar hann er í þeim.

Ég er líka ferlega ánægð með að kappinn sé ekki að koma með reality spin off þátt, heldur eitthvað sem tengist his passion.

View this post on Instagram

What more can a guy ask for. THREE’S COMPANY

A post shared by Scott Disick (@letthelordbewithyou) on

Scott er um þessar mundir í sambandi við fyrisætuna Sophiu Richie, sem er dóttir Lionel Richie. Scott og Sophia hafa farið í frí með Kourtney and the kids, og virðist það ganga upp.

View this post on Instagram

Bff goals

A post shared by Scott Disick (@letthelordbewithyou) on

Ég fer samt ekki ofan af því að ég vil sjá Kourtney og Scott taka saman á ný, því þau eru stóra ástin í lífi hvors annars…það er klárt mál. Maður þarf að vera blindur til að sjá það ekki.

Þættirnir fara í sýningu á sjónvarpsstöðinni E! í sumar. Ég er alltaf spurð hvar ég horfi á E! stöðina, en við erum í áskriftarpakka á Stöð 2, þar sem E! stöðin er. #EKKIAD.

View this post on Instagram

Árið er 1997. •Ég: ,,Mamma, mig langar fermast með topp." Mamma klippti ,,topp" á mig…. sem lak niður eins og skökk strá. . •Ég: ,,Mamma, getum við spreyjað skóna bláa?" (Don't ask me why, þeir voru hvítir) Mamma sótti spreyið og spreyjaði. . •Ég við hárgreiðslukonuna : ,, Snúð on top, perlubönd, blá pípurör sem þú vefur um allan snúðinn….og hvíta spennu sem heldur engu." . •Ég hjá ljósmyndaranum að hugsa : ,,Afhverju hefur @eskimo_model aldrei samband við mig? Ég er að negla þessa töku. (Inspired by Raggi Bjarna) . Eva Ruža gekk útí daginn, feeling like #beyonce , fierce and fabjúlöss. #misskilningur #thereishope . . . . . . #ferming#fashion#lookinggood#instagrammodel#model#fashionmodel#supermodel

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

Previous articleElsku kellan
Next articleÞetta styttist!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!