Þetta styttist!

0
2012

Það styttist óðfluga í settan dag hjá Meghan Markle, ef marka má fréttamiðla í Bretlandi.

Meghan hefur ekki gefið út hvenær nákvæmlega hún er sett, en fréttamiðlar fylgjast með hverju fótmáli hennar, og allra sem standa henni næst. Nú er mamma hennar, Doris mætt til Bretlands, en hún kom til landsins fyrir um helgina og er því líklegt að það styttist óðfluga í fæðingu barnsins.

Pabbi Meghan mun ekki mæta til að vera viðstaddur fæðingu barnabarns síns, en hann og Meghan hafa ekki talast við í langan tíma, eftir the wedding fiasko.

Thomas vonast til að hann megi hitta barnabarnið sitt einhverndaginn, og að hann og Meghan geti lagað samband þeirra. EIns og staðan er núna er Thomas á bannlista og er því erfitt að fyrir hann að ná sambandi við Meghan. Hann hefur hinsvegar nýtt sér hina ýmsu fréttamiðla til að koma skilaboðum áleiðis til Meg, en ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin.

Einnig er ekki langt síðan hann birti handskrifað bréf sem Meghan sendi honum síðasta sumar, þar sem hún skrifar honum og segist ekki skilja afhverju hann hafi valið þessa leið. Fékk Thomas að heyra það eftir að hafa birt þetta persónulega bréf í fjölmiðlum og var fannst fólki hann enn og aftur hafa brugðist trausti Meghan.

Stórvinkona mín Eva Laufey Kjaran var stödd í Bretlandi um helgina og bundum við miklar vonir við að hún næði að verða ,,viðstöd” fæðinguna.

Myndaniðurstaða fyrir newborn baby gif

Hún var búin að lofa mér að standa vaktina með myndavélina á lofti og vera minn tengiliður inn í fæðinguna, en því miður fór Meghan ekki af stað. Vorum við frekar svekktar með það, og hafði Eva Laufey á orði að royal fæðing hefði orðið hápunktur lífs hennar. (hún sagði það kannski ekki) .

Eva Laufey er forfallin Royal aðdáandi og ég veit ekki um neinn sem tók þetta jafnlangt og þegar Harry og Meghan giftu sig….ef þið eruð að spá, þá já, hún fór í brúðarkjól.

Fyrst að ég gat ekki stólað á Evu, að þá verð ég að stóla á fréttamiðlana í UK til að delivera það beint til mín þegar Eva litla fæðist. Reyndar er víst hægt að veðja á hvaða nafn barnið mun fá og er þar nafnið Diana sem fer fremst í flokki, ef barnið verður stúlka. Mikið þætti mér það fallegt. Þá mundi ég alveg sætta mig við að það væri ekki Eva.