Riverdale stjörnurnar Cole Sprouse og Lili Reinhart hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að þau voru sökuð um kynferðislega áreitni í gegnum miðilinn Twitter.
Forsaga málsins var sú að síðastliðinn sunnudag fór nafn Sprouse að ,,trenda” á Twitter eftir að reikningur á nafninu Victori66680029 póstaði á Twitter mjög alvarlegum ásökunum á hendur þeim og tveimur öðrum sem leika í Riverdale, þeim Vanessu Morgan og KJ Apa. Ásakanirnar hljómuðu á þá leið að þau hefðu öll misnotað viðkomandi kynferðislega í partý árið 2013.
Seinna um daginn eftir að allt fór í háaloft kom tweet frá sama aðila aftur þar sem hann /hún sagði ,, Do you see how easy it is to lie and you guys will believe it? Vanessa Morgan and KJ Apa didn´t do jack shit. You will believe anything”
Og var þá meiningin með Vanessu og KJ kommentinu að þau brugðust ekki við þessu á Twitter líkt og Lili og Cole.
Lili og Cole var mjög brugðið, skiljanlega, og sögðust taka þessum ásökunum grafalvarlega. Lili sagði að ásakanir sem þessar gætu gert mikinn skaða gagnvart fórnarlömbum kynferðisofbeldis sem þurfa að sýna mikið hugrekki til að standa frammi fyrir ofbeldisfólkinu.
Það var sannað að þessi Twitter reikningur hefði verið sértstaklega búinn til í þeim tilgangi að dreifa ósönnum sögum. Lili sagði jafnframt að svona lygi gæti eyðilagt líf og frama fólks. Þau munu líklegast kæra viðkomandi fyrir falsar ásakanir.
Lili og Cole eru ekki þau einu sem hafa verið ásökuð um kynferðislegt ofbeldi í gegnum Twitter miðilinn, en leikarinn Ansel Elgort sem lék m.a. í kvikmyndinni Baby Driver var ásakaður þar í siðustu viku fyrir það sama.
Hann hefur neitað þeim ásökunum og sagt að hann og stúlkan hafi átt í stuttu samþykktu sambandi.
Hann er einnig að leita réttar síns- og ég tek það fram að ég sjálf veit ekki hvað er satt í þessu tiltekna máli. Hef ég einungis lesið hennar orð og svo hans.
Justin Bieber hefur einnig lent í því sama, að vera ásakaður um kynferðisofbeldi gagnvart konu árið 2014. Hann sendi frá sér yfirlýsingu á sunnudaginn að ekkert væri rétt í þeim ásökunum og sé hann að vinna í málinu með Twitter og yfirvöldum.
In the past 24 hours a new Twitter appeared that told a story of myself involved with sexual abuse on March 9, 2014 in Austin Texas at the Four seasons hotel. I want to be clear. There is no truth to this story. In fact as I will soon show I was never present at that location.
— Justin Bieber (@justinbieber) June 22, 2020
Jahérna hér. Það mætti segja að Twitter sé logandi.