LOKSINS FÆDDIST BARNIÐ!!!
Ég hef farið yfir mikið af vangaveltum og pælingum undanfarna mánuði um Meghan og meðgönguna. Mér finnst pínu eins og ég þekki Meghan betur en Harry gerir, ég sverða.
Nú hann fæddist heilbrigður og fagur þann 6 maí- og Harry og Meghan biðu þangað til í dag með að sýna drenginn. Það er mjög óvenjulegt í the royal fam, að það sé beðið svona lengi, en Harry og Meghan hafa verið óhrædd við að beygja og sveigja royal reglurnar eins og þeim sýnist.
Þau mættu saman á blaðamannafund og sýndu drenginn, bæði skælbrosandi og hamingjusöm. Ég neita því ekki að ég sárvorkenndi Meghan greyinu. Þarna stóð hún uppstríluð í ljósum kjól, háum hælum og fallega máluð.
Ég get lofað ykkur því að hún hefur ekki þráð neitt meira en að vera heima í joggaranum upp í rúmi að stara á barnið. Skulum ekki gleyma því að at this moment er gríðarleg úthreinsun hjá henni…og öllum konum sem eru nýbúnar að fæða barn. Ég hefði allan daginn bara farið í svart til að vera alveg seif!!
Veðbankarnir voru búnir að spá því að nafnið Archie yrði fyrir valinu- damn, hefði átti að henda 10 pundum á það!
Hlakka til þegar við sjáum aðeins betri mynd af lille man!
Ég get allavega farið að sofa á nóttunni núna loksins. Búin að vera á babyvakt í marga marga mánuði!
Nýjasti þátturinn af ,,Hollywood Fréttir Með Evu Ruzu” er dottinn inn á IGTV. Þið getið fundið hann inni á instagram síðunni minni!
Einnig er ég öflug á snappinu: evaruza og þið finnið mig líka á facebook like síðunni minni!!