Hinar konunglegu reglur!

0
2419

Harry og Meghan halda áfram að stela hjörtum heimsins með krúttlegheitum og góðmennsku sem skín af þeim og fylgist heimurinn með hverju fótspori sem þau taka.

Ég held að það sé kominn tími á að við rennum yfir helstu reglur hinnar bresku konungsfjölskyldu. Harry og Meghan hafa til dæmis sýnt mikla ástúð á almannafæri, eru óhrædd við að sýna heiminum kossa sína og umhyggju fyrir hvort öðru, sem er ólíkt hinum breska aðli.

Margir halda að það séu skrifaðar reglur hjá drottningunni að sýna ekki svona mikla ástúð á almannafæri- en það er ekki rétt. Það er hvergi skráð regla að þau megi ekki leiðast eða kyssast á almannafæri, en hinsvegar hefur Elísabet Bretadrottning aldrei sýnt elsku kallinum, honum Filipus prins svona ást á almannafæri og hafa hin pörin í hinni royal fam fylgt hennar fordæmi.

Eða allt þar til prinsarnir hennar Díönu minnar náðu sér í skvísur. Þá fyrst fengum við að sjá að þessi fjölskylda hefur tilfinningar. Díana væri stolt af strákunum sínum. Hún náði greinilega að innprenta hjá þeim að sýna tilfiningar sínar og fylgja hjartanu.

Villi er aðeins íhaldssamari en bróðir sinn, Harry, og heldur aðeins aftur af sér, þó að við fáum að sjá hann smella kossi á hana Kötu sína annað slagið.

Harry hinsvegar, hefur alltaf verið litli uppreisnaseggurinn í fjölskyldunni og hann kelar bara og knúsar hana Meghan sína eins og honum sýnist- and I love it! Guð hvað ég vona að þau skilji aldrei og verði saman að eilífu amen!

En rennum yfir nokkrar af reglunum, svona just in case ef einhver skvísa hér á Íslandi skyldi næla sér í prins. Getið þá þakkað mér fyrir að vera búin að fara yfir þetta með ykkur:

#1. Ef drottningin stendur, þá stendur þú. Punktur. Ekki orð um það meir. She is da Queen.

#2. Karlmenn beygja höfuðið niður og konur hneigja sig þegar þær heilsa Da Queen. Þó þú sért barnabarnið hennar. Best að kenna krökkunum að hneigja sig fyrir ömmu og afa.

#3. Tveir erfingja krúnunnar mega ekki ferðast saman. Villi og Kata hafa hinsvegar kosið að fljúga alltaf saman með börnin sín, sem fellur tæknilega séð undir þessa reglu að mega það ekki. Um leið og George hefur náð 12 ára aldri, þá má hann ekki lengur fljúga með pabba sínum William.

#4. Allir sem eru ástfangnir og plana bónorð, þurfa að biðja um leyfi drottningarinnar. Harry þurfti leyfið, William þurfti það…og öll restin af prinsunum og prinsessunum í fjöllunni. Drottningin hefur aldrei neitað neinum… Elísabet er greinilega hrifin af ástinni.

#5. Skvísurnar í fjölskyldunni eiga að klæða sig settlega og að sýna brjóstaskoru er ekki ásættanlegt. Díana prinsessa klæddist oft flegnum kjólum, en var þekkt fyrir að halda veski sinu að brjóstinu þegar hún steig útúr bílum og ljósmyndarar biðu hennar. Ohh ég elska Díönu.

#6. Það er engin tilviljun að við sjáum Prince George klæddann í stuttbuxur, en það er regla að drengir mega ekki klæðast síðbuxum uns þeir hafa náð 8 ára aldri. Sorry George, það eru alveg nokkur ár eftir í the shorts. Undarleg regla þykir mér.

#7. Það er ástæða fyrir því að við sjáum Filipus prins alltaf ganga fyrir aftan drottninguna sína, en hann á að ganga a.m.k tveim skrefum fyrir aftan hana til að sýna titli hennar virðingu. Ok Elísabet, spurning um að droppa þessari reglu. Ég vona þegar William verður kóngur muni hann láti þessa reglu sigla sinn sjó.

#8. Drottningin má keyra þó hún sé ekki með ökuskírteini…eða bílpróf..hún má jafnvel keyra án númerplötunnar. Það er aldeilis veldið á kellu!!

#9. Konungsfjölskyldan má EKKI spila Monopoly…. Uuuuuu ok, er spilalögga sem fylgist með því?

#10. Konungsfjölskyldan má ekki gefa eiginhandaráritanir, né taka selfies með aðdáendum sínum. Ég hef nú séð vini mína Harry og Villa henda sér í selfie!

Þetta voru einungis 10 reglur af þeim 50 sem ég fann og ég skal sko segja ykkur það að eitthvað eru Harry og William að breyta landslaginu og nútímavæða höllina og ömmu sína, and I like it.

Can I get an Amen if you love those brothers!!

Royal kveðja á ykkur!!

 

Previous articleKimmy K naked..again!!
Next articleI like big butts!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!