Hrottalegar dagbókafærslur Nicole Simpson opinberaðar

0
1105

Dagbækur Nicole Simpson, fyrrum eiginkonu O.J Simpson hafa verið gerðar opinberaðar.

Í ár eru 25 ár síðan Nicole og unnusti hennar, Ron Goldman, voru myrt á hrottalegann hátt og eitt stærsta sakamál í heimi hinna frægu hófst. Ég þarf nú varla að fara ofan í saumana á því máli,því það þekkja flestir og vita að O.J var að lokum sýknaður í því máli. Hann var hinsvegar ákærðu í einkamáli sem foreldrar Nicole höfðuðu á hann.

Í dagbókunum lýsir hún því nákvæmlega hvernig hann beitti hana ofbeldi, og má nefna sem dæmi eitt skipti þar sem hann hóf ofbeldið úti á götu, dró hana svo inn á hótel þar sem hann hélt áfram á marga klukkutíma.

Það var í raun alveg ljóst í hvað stefndi þegar horft er tilbaka, en á þessum tíma vissi enginn neitt. Ekki fyrren of seint. Það er heimildarmynd á leiðinni sem mun fara ofan í saumana á málinu og verður það gert frá sjónarhorni Nicole.