BFF´S??

0
1545

Það hafa margir horft stórum augum á myndir og viedo af Kourtney Kardashian og Addison Rae.

Eins og allir vita, að þá er Kourt (41 árs) elsta af Kardashian/Jenner klaninu og Addison Rae (19 ára) er ein stærsta TikTok stjarnan í dag og meðal annars á lista yfir launahæstu TikTok stjörnurnar.

View this post on Instagram

🧜🏼‍♀️

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

En margir hafa spurt sig: ,,afhverju í fjandanum eru þær að hanga saman?, eru þær vinkonur eða er þetta PR stunt? Er mama Kris með puttana í þessum samruna?” Ég veit ekki með ykkur, en þetta er það sem ég hef spurt sjálfa mig að.

Ég skal segja ykkur hvernig þessi vinskapur varð til:

Mason Disick, sonur Kourt og Scott, er mikill aðdáandi Addison og var því komið í kring að hann fengi að hitta hana og læra nokkur TikTok trix. Væri næs ef mamma gæti græjað hitting fyrir mig með einhverri súperstjörnu…

En Kourtney og Addison smullu svona líka rosalega saman og hafa verið að taka æfingar saman, video fyrir youtube rásina sem Kourt er með ásamt allskonar öðru stöffi.

Fólk hefur velt því fyrir sér að þetta hafi verið plott til að auglýsa POOSH  línuna hennar Kourt og gera Addison ennþá frægari á TikTok….en flestir eru sammála um að þetta sé of random til að vera eitthvað plott og of random til að  þetta gæti verið úr smiðju Kris Jenner.

Það virðist vera að Mason hafi verið áhrifavaldurinn í þessum vinskap- og nú er bara spurning um hversu lengi hann endist.

View this post on Instagram

picture me I picture you

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

Ég meina, Addison gæti verið dóttir hennar…..

Ykkur hlýtur að líða aðeins betur með að vita þetta er það ekki?