Hver er skvísan sem Caitlyn Jenner er að ,,deita?”

0
2202

Hver er Sophia Hutchins?

Sophia sést eiginlega alltaf á mynd með Caitlyn undanfarið ár. Ef tekin er mynd af Caitlyn að þá má bóka að Sophia er ekki langt undan, ef hún er bara ekki í fangi hennar.

Sophia er s.s 21 árs gömul og er transkona eins og Caitlyn. Hún er jafngömul Kendall Jenner, sem er dóttir Caitlyn, og eru því 48 ár sem skilja þær að. Sophia er módel og kom útúr skápnum fyrir nokkrum árum síðan eftir að Caitlyn hafði hvatt hana til þess. Caitlyn hefur unnið mikið starf fyrir LGBT samfélagið og hjálpað mikið af ungu fólki sem hefur staðið á krossgötum með líf sitt í þessu sambandi.

Það var ekki fyrren Sophia fór í menntskóla sem hún þorði loksins að láta verða af því að fara alla leið og verða sú kona sem hún þráði að verða . Hún ólst upp sem Scott, í mjög kristinni fjölskyldu og þessvegna erfitt fyrir hana að fá að verða sú manneskja sem hún vildi verða. Þegar hún fór svo loks í menntaskóla náði hún að móta hugsanir sínar sjálfstætt og fá kjarkinn til að láta verða af þessu.

Sophia útskýrir samband þeirra þannig að þær séu viðskiptafélagar, þær búi saman, eiga hund saman, séu saman öllum stundum, en hún vill halda því fyrir þær tvær hvort að samband þeirra sé rómantískt eða ekki.

Hefur sú sagað flogið um að þær séu á leið upp að altarinu, en það mundi þýða að það væri hjónaband nr.4 hjá Caitlyn.

Caitlyn hefur misst fjölskyldu sína frá sér eftir að hún gaf út ævisögu sína þar sem hún tók Kris Jenner fyrir og hálfsparkaði í hana (ég las bókin og hugsaði ,,damn this is gonna be some drama), LGBT samfélagið hefur snúist gegn henni vegna stuðnings hennar við Donald Trump og þær virðast fljúga dálítið solo um lífið. Þær láta það hinsvegar ekki stoppa sig og eru out and about all the time.

Ég sé samt ekki mikla strauma milli þeirra, þó þær standi hlið við hlið, en það er kannski vegna þess að þeim finnst mögulega óþægilegt að sýna ást á almannafæri.

Whatever floats your boat people. Eina sem skiptir máli er hamingjan og ég vona svo sannarlega að hún umvefji þær.