Paris ekki á leið upp að altarinu

0
1440

Paris Hilton er once again a single lady, en hún hefur rift trúlofun sinni við Chris Zylka, og eru vinir hennar ekki hissa.

Paris og Chris kynntust fyrst fyrir 8 árum, en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem neistar amors skutu örvum sínum í hjörtu þeirra og þau enduðu í sleik. Það var svo í janúar á þessu ári sem Chris bað hótelerfingjann um að giftast sér með 2 milljón dollara trúlofunarhring. Paris sá bling bling og sagði já. Paris sagði í viðtali í febrúar að hún væri búin að finna sér kjól sem væri iconic og hún gæti ekki beðið eftir að allir fengju að sjá hann.

Eitthvað hefur ástin dofnað á þessum 10 mánuðum sem Paris hefur borið þennan fokdýra hring, því hún hefur nú rift trúlofuninni, en vonar, eins og allar alvöru stjörnur að þau geti verið vinir að eilífu. Paris, that is never gonna happen.

Vinir Paris eru víst ekki hissa á því hvernig þessi sjóferð fór hjá Paris, því þau héldu víst ekki trúlofunarpartý (ekki ég heldur, en ég hef verið gift í 11 ár) OG Paris hefur ALDREI HITT FORELDRA HANS?! HA? WHAT? SKil ekki. Á þessum tveimur árum hefur hún aldrei hitt foreldra hans?

Ég viðurkenni að ég hafði aldrei séð þennan myndarpilt fyrren Paris byrjaði að deita hann, en hann er víst leikari og módel….never seen him before.

Vona að Paris fái að upplifa brúðkaupið sitt one day og að þau finni bæði ástina á ný!