Hver fer í jakkafötin?

0
964

Samkvæmt nýjustu fréttum er talið líklegt að leikarinn Tom Hardy taki við svörtu jakkafötunum af Daniel Craig og verði hinn næsti James Bond.

Tom hefur víst verið lengi í radarnum hjá Bond liðinu og hefur orðrómurinn verið lengi á sveimi þess efnis.

Jamesbond GIFs - Get the best GIF on GIPHY

Daniel Craig hefur ákveðið að ,,No Time To Die”, sem er fimmta Bond myndin hans, verði hans síðasta. Sagt er að framleiðendur Bond hafi ætlað að tilkynna Tom sem tíunda James Bond í nóvember, sem er mánuðurinn sem ,,No Time To die” verður frumsýnd.

En vegna kórónuveirunna hefur verið ákveðið að fresta þeirri tilkynningu þangað til í byrjun 2021. Ég veit ekki með ykkur, en ég er mikill aðdáandi James Bond og bíð spennt eftir nýjustu myndinni.

Nýjasti Hollywood þátturinn er dottinn inn á IGTV!