Inside out

0
2045

Ashton Kutcher ákvað að bíta í tunguna á sér í kjölfarið á fréttum af því að Demi Moore, fyrrum eiginkona hans gaf út ævisöguna sína. Eins og þeir sem hafa horft á nýjasta þáttinn minn af Hollywood Fréttum (sem er hér fyrir neðan) að þá ákvað Demi að halda engu aftur.

Hún tekur meðal annars fyrir þegar hún og Ashton fóru í threesome, og henni fannst hún á vissan hátt vera undir pressu að gera það. Framhjáhald Ashton og skilnaður þeirra er einnig í bókinni (sem ég verð að eignast)

Nú Ashton hefur verið þögull sem gröfin eftir að bókin kom út- þangað til núna.

Hann sendi frá sér eftirfarandi tweet:

Hann ákvað að staldra aðeins við þarna og hugsaði greinilega með sér ,, Life is Good” why bother. Er ánægð með kappann. He has it all. Jújú, hann var helv player back in the days, en hefur aldeilis tekið sig saman í andlitinu.

Monica Lewinsky kemur meira að segja inn í twitter umræðuna sem skapaðast í kjölfarið og segist eiga fulla möppu af ósendum tweetum. Ég væri til í að kíkja í þá möppu hjá Monicu….

Demi hefur látið hafa það eftir sér að hún vilji á engan hátt að fyrrum eiginmenn hennar komi illa útúr þessu og valda þeim vanlíðan. Þetta sé hennar saga að segja og hafi verið healing journey.

Demi segir frá því í bókinni þegar henni var nauðgað af manni sem beið eftir henni á heimili hennar og móður hennar, þegar hún var 15 ára gömul. Demi komst svo að því seinna meir, þegar maðurinn kom heim til þeirra mæðgna til að hjálpa þeim að flytja, að hann hefði borgað móður hennar 500 dollara fyrir að fá að misnota hana. ,,How does it feel to be whored by your mother for 500 dollars” – úff, mér verður flökurt.

Einnig talar hún um eiturlyfjaneyslu sína, átröskun og fyrrum elskhuga. Bruce Willis og framhjáhaldi Bruce sem rústaði hjónabandi þeirra. Hún segist aldrei hafa upplifað jafn mikla hamingju og þegar hún og Ashton byrjuðu saman.

Svo gerðist lífið, og þau upplifðu hluti sem eru heartbreaking. Misstu barn, þegar Demi var gengin nokkra mánuði á leið, Ashton hélt framhjá henni, hún byrjaði að drekka eftir að hafa verið edrú í 20 ára og margt fleira.

Ég held að þessi bók sé virkilega áhugaverð og nokkuð ljóst að Demi hefur lifað tímanna tvenna. Ég ætla beint online og næla mér í eitt stk ævisögu Demi. Að lesa ævisögur hinna ríku og frægu er geggjað. Þau eru að hleypa manni svo langt inn í lífið þeirra, og þegar maður er gríðarlega mikil áhugamanneskja um fræga fólkið, að þá eru ævisögur legit, það besta!!!

Nýjasti þátturinn af Hollyfréttum er in á IGTV!