Instagram mynd veldur usla

0
2446

Leikkonan Sarah Hyland, sem er þekktust fyrir leik sinn í Modern family, og unnusti hennar Wells Adams, sem er þekktur úr Bachelor heiminum, fengu að heyra það eftir myndbirtingu á Instagram.

 Allir á myndinni virðast vera í miklu fjöri og galsa, og myndin tekin í gríni.

Eitthvað fór myndin fyrir brjóstið á fylgjendum þeirra á samfélagsmiðlum og voru ekki allir l á sama máli um hvort þetta væri það sem heimurinn þyrfti í allri #meetoo byltingunni. Sumir vildu meina að stúlkurnar væru að hlutgera sig og sýna slæmt fordæmi- og svo voru aðrir sem stóðu upp fyrir þeim og sögðu: ,,Vitið þið eitthvað um hvað #meetoo snýst, því þessar konur eru samþykkar myndinni og birtingu hennar. Fólk ætti að þekkja muninn.”