Jaden Smith, sonur leikarans Will Smith, kom út úr skápnum uppi á sviði hjá kærasta sínum, rapparanum The Creator, fyrir um mánuði síðan.
Slúðurpressan og fréttamiðlar fóru á hliðina, en voru ekki allir vissir um hvort að Jaden hefði verið að grínast eða hvort þetta hefði verið full alvara hjá honum, þegar hann stóð á sviðinu og sagði :
“I just want to say Tyler, the Creator is the best friend in the world and I love him so f–king much,” “I want to tell you guys something: Tyler doesn’t want to say, but Tyler is my motherf–king boyfriend, and he’s been my motherf–king boyfriend my whole f–king life. Tyler, the Creator is my f–king boyfriend. It’s true!”
Creator stóð til hliðar flissandi og hristi höfðuðið, og voru miðlar ekki alveg vissir hvort að Jaden, sem er ansi frakkur, væri að bulla eða væri full alvara.
Jaden hefur nú staðfest að hann hefði svo sannalega ekki verið að grínast , en hann var í viðtali fyrir 2 dögum síðan hjá Apple Music Beats 1 Radio, og sagði þar að the Creator væri kærasti hans.
Þeir hafa hvorugir áður rætt um kynhneigð sína (sem skiptir svosem engu máli) en pressan úti hefur svo sannarlega velt þessu fyrir sér fram og tilbaka og rifjaði meðal annars upp texta úr lagi Creators síðan árið 2004 þar sem hann segist hafa kysst hvíta stráka.
Jayden hefur undanfarið komið sterkur inn í tónlistarbransann og hefur notað pabba sinn Will í tónlistarmyndband meðal annars.
Hann hefur verið duglegur við að fara sínar eigin leiðir og hef ég fylgst með þeim systkinum síðan þau voru lítil.
Smith kids hafa þennan X-factor. Þau vekja athygli hvar sem þau fara.
Ég segi bara boys!! You do you!! Just be happy!