Látið hann David minn vera!!

0
1744

Internet tröllin hafa farið hamförum á lyklaborðinu inni á instagram síðu hjartaknúsarans ljúfa, Davids Beckham. Útaf hverju spurjið þið? Útaf þessari mynd…

View this post on Instagram

Christmas is coming 🎅🏼 Let’s go skate ♥️

A post shared by David Beckham (@davidbeckham) on

Nú segi ég stopp!! Í kommentunum undir myndinni segir fólk að þetta sé ógeðslegt, þetta sé perralegt og ég veit ekki hvað og hvað

Ég hef aldrei vitað annað eins og svona komment gera mig reiða. David fékk að heyra það fyrir tveimur árum líka þegar hann deildi þessari dásamlegu mynd af honum og Harper sem þá var 5 ára gömul.

Þá lét David hafa eftir sér að hann leggði mikinn metnað í að ala börnin sín upp með kossum og faðmlögum og að hann kyssi öll börnin sín á munninn, nema Brooklyn sem væri nú reyndar orðinn 17 ára( þá). Ég verð bara að taka undir þetta með stórvini mínum Beckham. Ég kyssi og knúsa börnin mín tvö, 9 ára, beint á munninn og finnst ekkert að því.

Þeir sem sitja heima hjá sér og hafa svona gríðalega tjáningarþörf á annara manna miðlum ættu kannski að líta í eigin barm. Svoleiðis hegðun er algjörlega útúr kortinu.

Ég stend með mínum David og hef hugsað mér að kela og knúsast í mínum börnum þangað til þau hrinda mér frá sér.

Stjörnurnar hafa látið í sér heyra og varið vinn sinn Beckham, sem ég er virkilega ánægð með!