Jamie segist vera single

0
1872

Ég átti gott spjall við Loga og Huldu á K100 fyrr í dag þar sem við renndum yfir Lady Gaga málið og Logi sagði mér fréttir. Hann tilkynnti mér það bara í beinni að Jamie Foxx væri orðinn single.

Eitthvað fór sú frétt framhjá mér, en eftir að hafa kannað málið að þá virðist svo vera. Ég viðurkenni að Jamie Foxx hefur aldrei vakið neinn sérstakan áhuga hjá mér, þannig að kannski þessvegna hefur þetta farið framhjá mér.

En Jamie mætti solo á Óskarsverðlaunahátíðina síðustu helgi og heyrðist segja við hvern þann sem vildi heyra að hann væri á lausu. Classy Jamie…

Jamie og Katie Holmes hafa verið saman síðustu 4 ár, og ég hef aldrei vitað samband sem er jafn lítið í pressunni eins og þeirra samband.

Eins og flestir vita að þá var Katie gift leikaranum Tom Cruise og á með honum eina dóttur. SKilnaður þeirra var víst ansi dramatískur vegna tengsla Tomma við Vísindakirkjuna.

Katie fann svo ástina í faðmi Jamie og hafa þau virðst vera head over heals undanfarið ár, orðrómur um brúðkaup hefur verið sterkur og bara síðast fyrir tveimur mánuðum sást til þeirra saman skellihlæjandi og kát. Eitthvað hefur fjarað undan ástinni virðist vera og Jamie og Katie orðin laus og liðug á ný.

Ég vil hér með þakka Loga fyrir þetta skúbb.

 

Previous articleBlackout?
Next articleNei nú fer allt til fjandans!!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!