TMZ var að greina frá því að heimildamaður þeirra innan herbúða Kardashian fjölskyldunnar hefði tjáð þeim að Jordyn Woods hefði verið í blackout-i þegar hún kelaði við Tristan.
Hún drekki ekki áfengi oft en þegar hún geri að, þá endar það illa. Nema í þetta sinn, þá endaði þetta next level illa. Hún muni ekkert eftir þessu keleríi svo drukkin var hún. Hún sé árangurslaust búin að reyna að ná tali af Kylie og Khloé til að útskýra sína hlið, en kemur allsstaðar að vegg. Khloé er náttúrulega alveg búin að loka á hana, unfollowa hana á instagram og eyða henni úr lífi sínu.
Kylie hinsvegar er enn að followa hana á insta, þó hún sé búin að unfollowa Tristan, og því greinilegt að hún er í baráttu við sjálfa sig hvað hún eigi að gera.
Heimildarmaðurinn heldur því fram að Jordyn hafi verið orðin sótölvuð þegar hún mætti í þetta örlagaríka partý og hún muni heldur alls ekki eftir því að hafa mætt þangað. Þá spyr ég. Var hún ekki með neina vini með sér sem hafa ákveðið að hnippa í hana og segja kannski, ,,Jordyn stop keling with Tristan”?
Tristan! Afhverju er Tristan að sleppa svona vel. Hann fer bara huldu höfði og ekki heyrst boffs frá því fíflinu-OG JÁ ÉG KALLA HANN FÍFL ÁN ÞESS AÐ HIKA.
Að lokum spyr ég mig sjálfa: ,,HVER ER ÞESSI HEIMILDARMAÐUR? Hver er það sem ber frettirnar glóðvolgar í helstu slúðursíðu heims, sem er yfirleitt ALLTAF með réttar fréttir, og stórar fréttir?
Ég held að mama Kris þurfi að kryfja sinn innsta hring betur.
Og Jordyn þarf að endurskoða hverjir það eru sem hún kallar vini sína….og æji ég veit ekki alveg hvort ég trúi blackout sögunni. Ansi týpisk afsökun eftir stóran skandal.
Ég verð samt að viðurkenna hér með að ég finn til með stelpugreyinu sem hefur gjörsamlega verið tekin og jörðuð á erlendum miðlum, samfélagsmiðlum og í lífinu almennt. Úff