Kim , Kanye og geðhvarfasýkin

0
1928

Kim situr fyrir i nýjasta tölublaði Vogue og opnar sig um geðhvarfasýki Kanyes.

Kanye var greindur með geðhvarfasýki á síðasta ári en er eins og er, ekki á lyfjum. Ástæðuna fyrir því segir Kim að sé vegna þess að lyfin hafi gríðarlega mikil áhrif á persónuleika hans ,og honum líði ekki vel þegar persónuleiki hans breytist.

Kim segir að Kanye ferðist minna en hann gerði, því tímamismunur og óreglulegur tími hafi truflandi áhrif á andlega heilsu hans.

Þau eru orðin nokkuð góð að finna þegar eitthvað er að fara að gerast í andlegri heilsu hans, og viti nákvæmlega hvað eigi að gera þegar honum versnar.

Kanye hefur oft farið hamförum á twitter og hent frá sér fleriri hundruð tvítum í röð sem enginn skilur upp né niður í. Kim er þá oft dregin inn í umræðuna og fólk hneykslast á því afhverju hún stoppi hann ekki. Kim segist ekki halda aftur af sér ef henni finnst hann fara yfir línuna en in the end, þá sé hún til staðar fyrir hann, og enga aðra.

Ég var að horfa á KUWTK í gærkvöldi, fyrsta þáttinn í nýju seríunni, og birtist Kanye þá í fyrsta sinn í viðtali í þættinum. Og ég verð að viðurkenna, að hann var bara ferlega mikil dúlla. Hann birtist einnig mikið í þættinum sjálfum og jú, Kanye er skrítinn týpa. En hann er hrikalega skotinn í henni Kim sinni, hann er greinilega með risastórt hjarta og ég fékk bara einhverja aðra mynd á honum eftir þáttinn.

Scott Disick, my man. Það sem sá drengur er búinn að þroskast er magnað. Ég hef aldrei hætt að elska Scott og eftir þáttinn í gær hefur sú ást bara magnast. Hann er hættur öllu bulli, sinnir börnunum sínum vel og er bara voða ljúfur.

Ég er og mun alltaf vera…

K-Fan numero uno

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér alla daga. Einnig er ég öflug á snappinu: evaruza… ooooog held úti facebook like síðu!