Titringur í Spice herbúðunum!

0
1901

Ok kids. Spennið beltin. Nú er einni svakalegri veislustjóratörn lokið í bili hjá mér og ég get hent í ykkur celeb fréttum eins og vindurinn!!

Partur af þessari færslu er unnin í samstarfi með Gaman Ferðum

Dailymail greinir frá því þvi dag að heimsyfirráð Spice Girls séu í uppnámi vegna Mel B. En Mel sagði frá því í viðtali hjá Piers Morgan, að hún og Geri hefðu átt eldheita nótt saman fyrir 25 árum. Hér getið þið lesið allt um það.

Geri sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hún segir að þetta sé einfaldlega ósatt og sé mjög særandi fyrir sig og fjölskyldu hennar að lesa þetta.

Heimilarmenn herma að allt sé vitlaust í Spice herbúðunum, og reyna Emma og Mel C að gera sitt besta að halda friðinn á milli Mel B. og Geri. Mel og Geri eiga mjög dramatíska fortíð saman og var það einmitt rifrildi á milli þeirra sem varð þess valdandi að Geri yfirgaf bandið forðum daga.

Image result for thank god gif

Þær eru samningsbundnar í Bretlandi og því getum við sem erum á leiðinni til UK í byrjun júní andað rólega, því allir þeir tónleikar sem fara ffram í Bretlandi munu fara fram. Heimildir eru hinsvegar um að tónleikarnir sem áttu að fara fram í Bandarríkjunum og Ástralíu sé off. Ég veit ekki hversu langt þær voru komnar í því plani en mér er svosem skítsama. Svo lengi sem ég fæ Spice beint í æð þann 14. júní.

Nú má Mel B. þegja og passa hvað hún segir.

En kids. Vinir mínir hjá Gaman Ferðum sjá um að ferja tónleikaþyrsta aðdáendur Spice Girls yfir hafið…reyndar eru fullt af öðrum tónleikum í boði, en ég reikna fastlega með að vélin sem fer í loftið í júní muni vera full af semi fullorðnum gelgjum að pissa í sig af spenning! Tékk it out!

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér alla daga. Einnig er ég öflug á snappinu: evaruza… ooooog held úti facebook like síðu!