Kobe Bryant lögin undirrituð

0
1865

Vanessa Bryant virðist ekki eiga sjö dagana sæla elsku konan.

Hún hefur lagt fram kæru á hendur lögreglunni í L.A. og lögreglustjóranum Alex Villanueva fyrir að taka ólögmætar myndir af Kobe og Giönna á slysstað.

Segir hún að myndirnar sem voru teknar hafi ekki verið í þágu rannsóknar heldur til eigin nota. Segir hún í ákærunni að hennar mesti ótti sé að sjá einn daginn þessar myndir blasa við sér i fjölmiðlum.

Nú þegar hefur það komið í ljós að lögregluþjónn sat á bar fyrir ekki svo löngu síðan og sýndi konu sem sat þar lika, myndirnar. Barþjónn sem var á vakt þetta umrædda kvöld hefur staðfest þær fréttir.

Lögreglustjórinn Alex hafði reynt að hylma yfir þessar ólögmætu myndatöku og hefur þessvegna verið ákærður líka.

Nú hafa verið undirrituð lög sem munu taka gildi þann 1.janúar næstkomandi og kallast þau ,,Kobe Bryant Law”- en með þeim mun það vera talinn glæpur ef vettvangsaðilar smella af mynd á slysstað sem tengist ekki rannsókn. Það er i raun ótrúlegt að það þurfi í alvöru að setja lög á eitthvað sem manni sjálfum finnst vera common sense.

Vonandi verður þetta þó til þess að meiri virðing verði borin fyrir þeim sem lenda í slysi og aðstanendum þeirra.

View this post on Instagram

Stjörnufréttakona @k100island

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on