Chrissy Teigen lögð inn á spítala

0
1254

Chrissy Teigen liggur inni á spítala um þessar mundir og á í basli við miklar blæðingar, en Chrissy er gengin 23 vikur á leið.

Henni hefur verið skipað að liggja fyrir og má sem minnst gera. Hún hefur verið virk á instagram að öppdeita aðdáendur sína um gang mála, en biðlaði einnig til þeirra að vinsamlegast ekki reyna að sjúkdómsgreina hana í gegnum miðilinn og twitter. Hún væri með frábært læknateymi í kringum sig sem hugsaði vel um hana.

Litla drengnum líður vel inn í bumbunni og er fullkomlega heilbrigður, hann sé bara því miður staddur á stað sem væri ekki fullkominn(s.s leg Chrissy). Chrissy sagðist einnig að það væri nauðsynlegt fyrir hana að liggja fyrir til að passa upp legvatnið.

Chrissy póstaði mynd frá stofunni sem hún lá á, en áttaði sig ekki á að á veggnum var tafla sem gaf upp upplýsingar um hvar hún lá. Eyddi hún myndinni út og þakkaði um leið aðdáendum sínum sem væru búnir að hringja non stop á spítalann frá myndbritingunni fyrir umhyggjuna. Hún hefur nú verið færð um set til að öryggi hennar sé tryggt.

Chrissy's Cooking Accident GIF by GIF MIX | Gfycat

Einnig sagði hún fylgjendum sínum frá því að því miður væri búið að fresta matreiðslubók sem hún ætlaði að ráðast í gerð á núna á meðgöngunni, því hún gæti því miður ekki sinnt því verki. Hefði því rithöfundurinn sem ætlaði að aðstoða hana við það farið aftur heim til Tel Aviv.

Ég vona að Chrissy og lille baby komist heil í gegnum næstu vikur sem skipta gríðarlega miklu máli upp á framhald meðgöngunnar

Nýjasti þátturinn af Hollywood Fréttum er dottinn inná grammið

Hope y´all enjoy it!!