Kris Jenner skelfur

0
2691

Keyrum þetta í gang kids!!

Kourtney Kardashian hefur gefið út yfirlýsingu!! Hún hefur ákveðið að draga sig útúr þáttunum sem lögðu grunninn að Kardashian veldinu!

Hún staðfesti orðróminn sem hefur sveimað um í viðtali með systrum sínum Kim og Khloé í viðtali hjá Entertainment Tonight. Hún hefur ákveðið að draga sig útúr þáttunum hægt og rólega, og fókusa meira á börnin sín þrjú sem hún á með Scott Disick.

Spurningin er hvort að hún muni púlla Rob Kardshian á þetta, og láta sig hverfa alveg úr þáttunum, eða hvort að hún muni birtast annað slagið, nema í mun minna magni en hingað til. Hún, Kim og Khloé hafa náttúrulega frá upphafi verið aðalpersónurnar í þáttunum og má segja burðarstoðirnar. Ég gæti trúað að Kris skjálfi smá, því hún er ein af framleiðendum þáttanna, og hefur selt þá með því konsepti hingað til að þær séu allar mæðgurnar included. Kim og Khloé sögðu í þessu sama viðtali að það væri eðlilegt að fólk kæmi og færi  í þeirra fjölskyldu og enginn væri ómissandi.

Ég er reyndar alveg á því að ef Kim og Khloé myndu hætta í þáttunum, þá myndi þeir fizzle out. Kourtney hefur kannski ekki verið sú allra sterkasta af þeim, en samt sem áður stór partur.

Kourt hefur ekkert gefið neinn sérstakan tímaramma á því hvenær hún muni hætta, og gæti ég trúað að ef Kris fær að ráða að þá muni það gerast svo hægt og rólega að það muni taka næstu 10 árin. Kim og Khloé hafa einnig litlar áhyggjur af því að Kourt muni yfirgefa pleisið for good.

Það er allavega breytinga að vænta í  einum stærsta og vinsælasta raunveruleikþætti heimsins