Kylie Skin

0
2711

Það er sjaldan lognmolla í kringum Kar/Jenner systurnar og virðist allt sem þær snerta verða að gulli.

Kylie Jenner, sem er self made billionair, snyrtivörumógull og sú sem mun í framtíðinni verða allra stærsta nafnið af þeim systrum, launchaði nýjustu línunni sinni í gærkvöldi vestanhafs, Kylie Skin.

Var að sjálfsögðu öllu tjaldað til og systurnar mættu í pastelbleikum dressum, tanaðar í drasl.

Nú þegar er hún búin að sá peningafræjum útum allt með snyrtivörulínunni sinni, Kylie Cosmetics, og nú er þetta næsti markaður fyrir hana.

Línan segir sig sjálf. Þetta eru húðvörur,  í raun allt sem líkaminn þarf í utanborðsnæringu.

Kylie hefur samt róið aðeins þungan róður með Kylie Skin vörurnar sínar, en hún var tekin fyrir á Twitter, þar sem fólk benti henni á að það að nota valhnetur í andlitsskrúbb væri það versta sem hægt væri að nota. Hneturnar rífa upp húðina ( að sögn Twitter ,,húðlæknanna”) og flýta fyrir ótímabærri öldrun húðarinnar.

Nú Kylie var fljót að snúa vörn í sókn og var húðlæknir sem svaraði them once and for all…það væru engar sannanir sem bentu til þess að valhnetur rifu upp húð. Twitter þagnaði.

Frést hefur að Kylie sé búin að trademarka Kylie Hair, og Kylie Baby By Kylie og Kylie Baby By Kylie Jenner. Við getum búist við að Kylie muni með tímanum taka yfir heiminn.

Fréttir hafa einnig borist að Kylie vilji hætta í KUWTK, því hún þurfi ekki á þeim að halda lengur. Kris Jenner er sögð vera að vinna í að nota sannfæringarkraft sinn á Kylie, því hún þarf allar dætur sínar með til að semja um næstu þáttaraðir. Ég held að Kylie gæti nú alveg látið sig hafa það að sjást í þáttunum.

Do it for your mom KyKy!

Nýjasti þátturinn af Hollywood Fréttir Með Evu Ruzu datt inn á grammið í gærkvöldi..mjög seint í gærkvoldi eftir langa baráttu við IGTV. Ég var næstum því búin að kasta símanum í vegginn- en hætti við þegar ég sá upload complete. Ég vona að ykkur finnist gaman af þessum litla þætti.

Þið finnið hann beint fyrir neðan hér á þessari síðu!!

View this post on Instagram

#hollywood

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on