The Color Run Iceland!!

0
2093

Ó já kids. Þetta er engin Hollywood færsla, heldur litasprengjufærsla!

Þann 1.júní næstkomandi er The Color Run haldið í 5.sinn hér á landi.

Hlaupið verður í fyrsta sinn í Laugardalnum, en síðastliðin ár hefur það farið fram í miðbæ Reykjavíkur.

Hlaupið hentar öllum, stórum sem smáum og er byggt upp sem eitt stórt partý. Í ár heitir hlaupið Love Tour og verða fleiri litahlið en undanfarin ár.

Friðrik Dór mun mæta fyrir hlaup og keyra partýið almennilega í gang, og svo munu Jói Pé og Króli taka við að hlaupi loknu.

Ég mun standa á sviðinu líkt og undanfarin ár og peppa liði í gang, ásamt Sigga Hlö og DJ Kidda Bigfoot. Ég get líka lofað ykkur því að þetta hlaup er engu líkt. Þvílíka gleðin og hamingjan sem umlykur fólk. Það er eitthvað við það að enda daginn eins og einn regnbogi.

Hægt verður að nálgast hlaupagögnin í Smáralind þann 29-31 maí í verslun Hagkaups. Opnunartími búðarinna verður frá klukkan 10-19 (miðvikudag), 10-18 (fimmtudag) og 10-19 föstudag. Þeir sem koma á miðvikudeginum að sækja gögnin sín, fá 20% afslátt af öllum Color Run varningi þann daginn.

Einnig verður hægt að kaupa sér allskonar Color Run varning í versluninni.

Eina sem þið þurfið svo að koma með er góða skapið!

Langar þig vinna miða í The Color Run Iceland? Taktu þátt á gramminu!!

Hlakka til að sjá ykkur

View this post on Instagram

⭐Langar þig í miða í The Color Run Iceland? ⭐ – Ég fékk btw. one shot í þessari myndatöku og skeit upp á bak😂😂😂lokaði augunum um leið og litirinir réðust á mig úr öllum áttum. . EEEEEN !!!! Ég ætla að gefa heppnum fylgjanda miða fyrir sig og vin í @thecolorruniceland ! Ekki nóg með að það, heldur ætla ég að dressa þá heppnu upp í tjullpils, sokka og að sjálfsögðu Color Run gleraugu. Það sem þið þurfið að gera er þetta: . •Followa mig, @evaruza •Like dizzz pic •Tagga þann sem þú vilt fá með þér i hlaupið -og voila! •Megið tagga as many as you want!!! . Ég dreg út á fimmtudaginn people! . The Color Run Iceland er haldið í 5.sinn hér a landi og í ár er það Love Tour! Hlaupið er 5 km og verður hlaupið um Laugardalinn. Friðrik Dór mætir með látum í upphitun og Jói Pé & Króli taka við eftir hlaupið. Ég mun sjá um að halda sprellinu gangandi á sviðinu líkt og síðustu ár, ásamt stórvini mínum @siggihlo og DJ Kidda Bigfoot! Djö er ég peppuð! . Regnbogafrussandi kveðja á ykkur!

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on

 

Previous articleMistök enn á ný
Next articleKylie Skin
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!