Leaving Neverland- maginn á mér fór á hvolf.

0
2145

Í dag og á morgun kemur út heimildarmyndin Leaving Neverland, í tveimur hlutum,  sem sjónvarpsstöðin HBO tók upp.

Leaving Neverland hefur valdið miklum usla vestanhafs, þar sem Michael Jackson er ásakaður um gróft kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Í myndinni koma fram tveir menn sem eyddu æskunni sinni á búgarði Jackson, danshöfundurinn Wade Robson og James Safechuck.

Wade er frægur dansari og danshöfundur í Hollywood og hefur stýrt tónlistarmyndböndum  fyrir NSYNC og Britney Spears. Hann skaust svo alla leið upp á stjörnuhimininn þegar hann gekk til liðs við þáttinn ,,So You Think You Can Dance” sem dómari og danshöfundur.

Árið 1993 var Jackson ásakaður um kynferðislegt ofbeldi gagnvart 13 ára dreng sem heitir Jordyn Chandler. Þeir komust að samkomulagi og endaði það mál aldrei í réttarsal og engar sannanir fundust á hendur Jackson.

Mál á hendur Jackson var tekið upp aftur mörgum árum seinna og í kjölfarið var rætt við Wade. Árið 2013 neitaði Wade í réttarsal að Jackson hafi nokkurn tímann misnotað sig, en árið 2018 breytti hann frásögn sinni og hélt því fram að hann hefði misnotað sig grimmilega á sínum yngri árum.

Wade hefur fengið það óþvegið og meðal annars fengið líflátshótanir fá aðdáendum Jackson,  og ekki allir sem trúa honum, því hann breytti vitnisburði sínum. Wade segir hinsvegar að Jackson hafi heilaþvegið sig og fullvissað hann um að ef Wade myndi einhvern tímann segja frá, að þá færu þeir báðir í fangelsi. Það hafi svo ekki verið fyrr en Wade varð faðir að hann opnaði augun sín og sagði frá.

James hefur svipaða sögu að segja og Wade. Hann neitaði fyrst en opnaði sig síðar meir með þetta mál.

Myndin er víst einstaklega gróf og ekki allir sem þola að heyra lýsingar þeirra Wades og James. Ég er búin að lesa mér til um myndina og get alveg sagt ykkur það að maginn á mér fór á hvolf að lesa lýsingarnar þeirra á því hvernig Jackson á að hafa misnotað þá. Ég ætla ekki að skrifa þessar lýsingar hér niður, því mér finnst þær einfaldleg allt of grófar og lesendur mínir þurfa að gera upp við sig sjálfir hvort þeir vilji lesa þær eða ekki.

Báðir mennirnir segja að Jackson hafi sagt við þá að Guð hafi kynnt þá fyrir hvor öðrum, ,,We were meant to be together and this is us showing each other that we love each other”- svo misnotaði hann þá.

Jackson fjölskyldan er alveg brjáluð yfir þessari mynd og segir að það standist ekkert sem komi fram í myndinni og að þeir James og Wade séu bara á eftir peningum. Jackson sé málaður upp sem skrímsli… sem hann var ekki. Þau nefna það líka að bæði Wade og James hafi svarið það í réttarsal að hafa aldrei verið misnotaðir og séu svo að breyta frásögn sinni.

Orpah Winfrey, drottningin sjálf, var með þá James og Wade í viðtali sem fer í loftið í dag eða á morgun og hefur hún mikla samúð með þeim og segir þá vera skólabókardæmi um fólk sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem börn.

Oprah var sjálf misnotuð sem barn og hefur alla tíð beitt sér fyrir fórnarlömbum kynferðisafbrota.

Jacskon fjölskyldan hefur lögsótt framleiðendur myndarinnar og reynt að stöðva útkomu hennar, án árangurs.

Dan Reed, sem er leikstjóri myndarinnar var í þrjú ár að taka upp, afla heimilda og undirbúa myndina. Hann segist hafa verið skeptískur við þá Wade og James, en eftir mikla rannsóknar vinnu, bæði í lögregluskýrslum  og viðtölum við þá báða, hafi hann fundið of mikið af sönnunargögnum sem studdu mál þeirra beggja.

Dan segist þakka #metoo og #muterkelly byltingunum fyrir það að hann hafi haft hugrekki til að senda þessa mynd frá sér.

Ég var mikill aðdáandi Michael Jackson eins og örugglega heimsbyggðin öll, en eftir að hafa lesið um þessa mynd og kynnt mér innihald hennar, hefur konungur poppsins fallið niður af hinum háa stalli sem hann var á.

Previous articleThe Big Cheating Scandal
Next articleAlot Of TLC
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!