Ég sverða, ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja.
Jordyn Woods mætti í viðtalið við Jada Pinkett Smith í gær og allt ætlaði um koll að keyra eftir viðtalið. Til að gera mjög langa sögu stutta að þá neitar Jordyn öllu daðri, kjöltudansinum sem átti að hafa átt sér stað og sleiknum. Hún segir samt sem áður að þegar hún ætlaði að fara heim um morguninn eftir partýið, hafi Tristan beygt sig niður að henni og kysst hana á munninn.
AFHVERJU SPURÐI JADA HANA EKKI HVORT HÚN HAFI KYSST TILBAKA?? Why Jada? Jordyn gekk svo út í bílinn sinn, þar sem bílstjórinn var búinn að bíða eftir henni ….alla nóttina. Uuu okei, great job you have there driver.
Khloé óð alveg snarbrjáluð beint á twitter og sakaði Jordyn um að ljúga og sagði ,, you broke my family” Ég elska Khloé, en Khloé mín. Tristan var löngu búinn að rústa fjölskyldunni þinni þegar hann fór í sleik við þrjár konur sama kvöldið í fyrra.
He broke your family, ekki Jordyn.
Síðan þetta fór í loftið í gær hef ég snúist eins og skopparakringla um samfélagsmiðla og aðrar fréttaveitur og veit svei mér þá ekki hverjum ég á trúa. Ég viðurkenni að Jordyn náði mér. Ég sat og hugsaði ,,stelpugreyið”
Jú, hún er bara 21 árs og damn það er auðvelt að skíta upp á bak þegar maður er bara 21 árs. Enginn á skilið líflátshótanir eða þau viðbjóðslegu skilaboð sem hún hefur fengið. Enginn. En þegar Jordyn sagði svo: ,,it´s just really hard to be a black woman today”- þá greip ég um höfuð mitt og sagði ,,nei nú stoppar þú Jordyn.
Ekki gera lítið úr baráttu blökkumanna með að klína þessari steypu sem er í gangi á það að þú sért svört. Það kemur málinu á engan hátt við. Jada tók undir þetta og allt í einu var umræðan komin í hversu erfitt það væri að vera svört kona. Ég er síðasta manneskjan til að gera lítið úr því og ber mikla virðingu fyrir baráttu þeirra, but damn women. Þetta er ekki rétta múvið í þessu máli.
SVo mætti förðunarmógúlinn Jeffree Star með sleggju inná snapchat þar sem hann svoleiðis drullar yfir Kardashian og Jordyn. Hann segir Jordyn ljúga allt viðtalið og segir að Calabasas sé pínulítið svæði í Kaliforníu and people talk. Jordyn sé VÍST búin að vera að vesenast í TRistan í 1-2 mánuði og það viti það allir í Calabasas. HA???? Þegar þarna var komið hugsaði ég nei fjandinn hvað er að gerast núna. En svo heyrði ég líka að Jeffree á þetta til. Að ljúga upp á fólk og búa til sögur.
Hausinn á mér er farinn að snúast, ég er alveg að verða þreytt á þessu máli, en sögurnar halda áfram að skella á mér eins og tsunami. Nýjasta vendingin í málinu er að Travis Scott sé búinn að vera að halda framhjá Kylie, sem væri hrikalegt ofan á allt annað.
TMZ hefur greint frá því að Travis hafi komið óvænt heim af tónleikaferðalagi sínu og þá hafi Kylie fundið sönnunargögn í símanum hans að hann hafi eitthvað látið buxurnar renna niður um sig.
HVAÐ ER AÐ GERAST!!! Ég er næstum hætt að ná að keep up with the Kardashians, en ég get lofað ykkur því samt að ég er on track samt sem áður. Ég vil í eitt skipti fyrir öll vita hvað Khloé veit, coz it´s something.
Ég vil vita hvað Kylie veit og umfram allt vil ég komast inn í höfuð Kris Jenner og fá að liggja þar meðan allt gengur yfir.
God Damn!! I demand a lygamælir!!!!
Eitt er víst að fólk skiptist í fylkingar at the moment. Annað hvort Team Khloé eða Team Jordyn og ég viðurkenni að ég veit ekki lengur hvaða liði ég er í. Ég ætla bara að vera í team Kylie og styðja við bakið á henni í þessu öllu. She needs me.
Ég ætla að halda áfram að reyna að Keep up with the Kardashians, en ég vona að það fari að róast hjá þeim og ég geti farið að delivera aðrar fréttir í ykkur.