Loksins fáum við svarið frá J.T!!

0
1897

Hottíið Justin Timberlake gaf út núna í lok október bókina Hindsight & All the Things I Can’t See in Front of Me, þar sem hann gefur okkur loksins svar við spurningu sem hefur brunnið á vörum okkar allra í mörg ár.

Jújú, þið hafið öll velt þessu fyrir ykkur eins og ég.

Myndaniðurstaða fyrir cry me a river gif

Justin hefur loksins gefið það upp, svart á hvítu að lagið Cry Me A River er samið um fyrrum kærustu hans Britney Spears og sambandsslit þeirra. Hann nefnir hana reyndar hvergi á nafn, coz he has got some class, en þetta er eina high profile samband hans á þessum tíma sem hann semur lagið.

En eins og kannski margir muna að þá gekk sú saga um að Britney hefði haldið framhjá Justin. Hann samdi lagið tveimur klukkutímum eftir að sambandinu lauk og segir að allar tilfinningar hans hafi farið í lagið. Myndabandið sjálft fékk líka mikið umtal á sínum tíma, því hann er með Britney look-alike í myndbandinu. Sagan segir að Britney hafi haldið framhjá honum með danshöfundi sínum, Wade Robson.

Ég segi nú bara, hver vogar sér að halda framhjá JT.

Guð, ég er bara svo glöð að hann fann hana Jessicu sína, og þau virðast svo hamingjusöm saman. Það er það eina sem ég óska, að hann J.T minn sé happy.

Ok, kannski ekki það eina, en þið fattið. Fyrir hans hönd. Britney hlýtur að hafa nagað sig í handarbakið að hafa farið svona með hann. En hann bjó til hittara úr þessu og þau voru bara ekki destined to be together.

Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla svo sannarlega að ná mér í djúsí eintak af þessari bók!