Will & Jada koma hlutunum á hreint!

0
1641

Will Smith og Jada Pinkett Smith hafa verið gift í 20 ár og teljast með sterkari Hollywood hjónum vestanhafs.

Í vikunni hreinsuðu þau burt orðróm sem hefur sveimað í kringum þau í mörg ár… Sagan hefur nefninlega sagt að þau séu meðlimir í Vísindakirkjunni og sé swingers.

Will svaraði þessum spurningum í eitt skipti fyrir öll í þætti Jada, The Red Table, sem er svokallaður facebook spjallþáttur sem Jada stýrir og er á persónulegu nótunum.

Þau hafa aldrei verið í Vísindakirkjunni eins og svo margar stjörnur í Hollywood. Vísindakirkjan hefur alltaf haft slæmt orðspor á sér, og er því haldið fram að þar sé fólk heilaþvegið og haft af því peninga. Það er í raun efni í annan pistil um starfsemi kirkjunnar.  En einnig hefur sú saga hefur gengið í mörg ár að þau séu í opnu hjónabandi og stundi svokallaðan swingers lífstíl. Will sagði að það væri bara ein kona í hans lífi, og það væri hún Jada.

Óhh Willy and Jada…. ég segi bara whatever floats your boat! If you happy, we happy!