Mike Tyson er með skilaboð til Kanye!

0
1380

Enginn annar en boxarinn Mike Tyson er með skilaboð til Kanye West.

,,Taktu f%#$* lyfin þín Kanye”

Hann segist sjálfur hafa greinst með geðhvarfasýki fyrir 15 árum og það hafi skýrt svo mikið í hegðun hans og reiðisköstum sem hann var að taka.

Hver man ekki eftir einu frægasta boxbardaga sögunnar, þegar Mike Tyson beit flipa af eyra Evander Holyfield.

Eftir greiningu hafi hann orðið mjög hræddur, því fyrir 15 árum var ekki mikið vitað um sjúkdóminn eins og í dag. En í dag passar hann að taka lyfin sín og hefur skap hans og líðan batnað til muna.

Ég er virkilega ánægð með umræðuna sem er að opnast um geðsjúkdóma. Því meira sem fólk talar og opnar sig um það, því betur er hægt að takast á við þá og hjálpa fólki.

Mike sagði einnig að Kanye væri áhugaverður karakter og að það væri stórmerkilegt að fylgjast með honum og því sem hann segir.

 It’s Kanye and Kanye needs to be heard.”

Í dag er það annars að frétta af Tyson, að kappinn  er orðinn 51 árs gamall og kominn í nokkuð gott jafnvægi. Hann er akkúrat núna edrú og líður vel, eftir að hafa mistnotað áfengi og vímuefni í mörg mörg ár.

Hann opnaði youtube rás þar sem að ungir og upprennandi uppistandarar koma fram. Einnig aðstoðar hann unga boxara ásamt því að hafa gefið út bókina Iron Ambition í maí 2017 .

Lífið hefur leikið kallinn illa, en árið 2009 gerðist sá mikli harmleikur að 4 ára gömul dóttir hans lét lífið. Hún flækti gardínuband um hálsinn og lét lífið. Hann sagði að það væri versta martröð sem hann hafi upplifað, skiljanlega.

Vonandi nær kappinn að halda sig á beinu brautinni!