Miley og Liam eru married!!!

0
1743

Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru búin að gifta sig!!!

Þau kynntust fyrst árið 2009, trúlofuðu sig 2012, hættu saman en náðu svo aftur saman árið 2016 og hafa síðan þá verið óaðskiljanleg.

Myndir hafa birst síðasta klukkutímann á fréttamiðlum af því er virðist low key brúðkaupi þeirra í gærkvöldi. Þau hafa forðast sviðsljósið saman og því kemur það ekki á óvart að þau hafi ákveðið að gifta sig í kyrrþey.

Fyrr í mánuðinum misstu þau heimilið sitt í skógareldunum sem geisuðu í Malibu, en Liam náði að bjarga öllum dýrunum þeirra áður en þau urðu eldinum að bráð. Miley sagði i viðtali að þegar hún sá hvernig Liam fórnaði sér fyrir dýrin, hefði  hún aldrei elskað hann meira!

Ég man þegar þau hættu saman hvað ég varð ofboðslega Hollywood leið yfir því.  Liam er náttúrulega einn af hinum fjallmyndarlegu áströlsku Hemsworth leikarabræðrum og er algjört augnakonfekt.

Miley rasaði út eftir að þau hættu saman ,og  ég hélt að þau næðu aldrei saman á ný. Vegir ástarinnar eru hinsvegar óútreiknanlegir og ástin leiddi þau saman aftur og nú hafa þau tekið skrefið alla leið mér til mikillar gleði!

Til hamingju elsku vinir!!!