Hollywood annáll 2018!!

0
1925

Er ég sit hér og hugsa um liðið ár í Hollywood er margt sem rennur í gegnum hugann. Hjónaskilnaðir, brúðkaup, dauði, overdose, börn, threesesome, brjóstapurr og svo margt fleira.

Zippum okkur í þetta kids! Spennið beltin coz we have a crazy ride ahead.

Ég held að við getum öll verið sammála um að brúðkaup ársins var klárlega brúðkaup Harry og Meghan. Heimurinn hætti að anda í smá stund þegar Meghan steig útúr bílnum og gekk í átt að prinsinum sínum, honum Harry. Ég viðurkenni að ég fékk smá kusk í augun þegar Harry hvíslaði fögrum orðum í átt að sinni heittelskuðu.

Sagan þeirra er í raun efni í bíómynd. Hann frægasti prins í heimi og hún Hollywood leikkona. Kynnast á blindu stefnumóti, verða yfir sig ástfangin og ári seinna eru þau búin að gifta sig…..og nokkrum mánuðum eftir það er lítil prinsessa eða lítill prins á leið í heiminn. Dásamlegt allt saman og ég get alveg sagt ykkur það að ég held mikið með þeim og vona að þau verði saman forever and ever.

Skandall ársins var þegar NBA leikmaðurinn Tristan Thompson hélt framhjá frægustu raunveruleikastjörnu heims og barnsmóður sinni, Khloé Kardashian. Ef þú lesandi góður veist ekki um hvað málið snýst þá hefur þú búið í helli. En Khloé var gengin fulla meðgöngu þegar mannfýlann Tristan tók upp á því að halda framhjá henni með ekki einni dömu heldur tveim.

Og ekki nóg með það heldur var það mjög public og til á videoi sem fór viral um heiminn. Khloé endaði í fæðingu, Tristan varð hataðasti maður á samfélagsmiðlum og lífið lék hann grátt. Eiginlega alveg svart bara. En Khloé tók Tristan aftur og eru þau enn saman í dag. Sjáum hvað það endist lengi.

Ástin dó hjá pari sem ég bjóst alls ekki við að hún myndi deyja hjá. En Channing Tatum og Jenna Dewan Tatum komu öllum í opna skjöldu þegar þau sóttu um skilnað eftir 9 ára hjónaband. Hjónaband sem virkaði alltaf mjög fallegt og innilegt. Þau komu alveg aftan að mér við þetta og þetta var ákveðinn skellur. Ég tók mér smá tíma í að syrgja þau en jafnaði mig furðu fljótt. Kannski vegna þess að þau voru asskoti fljót að byrja að deita aftur. Channing sást í slagtogi við Jessie J og Jenna með Broadway leikaranum Steve.

Annar skilnaður varð líka á árinu, en vinkona okkar allra Jennifer Aniston skildi við eiginmann sinn Justin Theroux. Damn. Ég sem hélt að þar væri hún komin í fang sem hún færi ekki úr. Ég var meira að segja farin að bíða eftir barni. Ekki kom barnið og hringurinn fékk að fjúka.

Fyrrum eiginmaður Jen stendur einnig í ströngu en Brad og Angie eru í nastí forræðisdeilu um börnin 6 sem þau eiga og Brad vinur minn ekki búinn að eiga sjö daganna sæla. Missti sig aðeins í drykkju og rugl, en hefur sem betur fer náð að hífa sig upp.

Ég sé bara eitt í stöðunni…. að Brad og Jen , the Golden Couple, taki saman á ný.

Jailbird ársins er svo enginn annar en fyrrum viðkunnalegi fyrirmyndarfaðirinn Bill Cosby. Ef ég hefði verið með lýs á höfði þá hefðu þær allar dottið dauðar af mér þegar ég fékk þær fregnir að Bill Cosby, þessi gamli krúttlegi kall, væri kynferðisafbrotamaður.

Þökk sé #metoo byltingunni fengu fórnarlömb hans rödd. Hann var sakaður um að hafa misnotað fjölda barna ásamt því að nauðga yfir 50 konum með eða án lyfjagjafar. Þetta var eitthvað sem ég átti alls ekki von á og segir manni það að það er flagð undir fögru skinni. Hann var dæmdur í 3-10 ára fangelsi og hefur átt erfitt innan fangelsisveggjanna, enda orðinn 80 ára gamall. Farinn að missa sjón og orðinn víst smá ruglaður.

Dramatískasta árið fellur í hendur Ariönu Grande. En hún hefur átt erfitt síðasta eina og hálfa árið. Það mætti segja að hryðjuverkin sem framin voru á tónleikum hennar í Manchester árið 2017 hafi hrint af stað stórum dramatískum viðburðum hjá stelpugreyinu.

Hún var ástfangin upp yfir haus með rapparanum Mac Miller sem hún trúlofaðist svo. Sú ást entist ekki vegna mikillar neyslu Mac. Ari hefur komið í viðtöl og sagt að hún hafi reynt sitt besta að halda honum edrú en það er víst bara ákveðið mikið hægt að leggja á eina manneskju og sleit hún þvi sambandinu.

Ariana fann ástina stuttu eftir sambandsslit sín við Mac í fanginu á grínastanum Pete Davidson. Þau voru fljót að trúlofa sig, tattúvera sig til að leggja áherslu á ást sína og kela á myndum. Tragedían kom eins og stormur yfir Ariönu og heiminn allann þegar Mac Miller fannst látinn á heimili sínu.

Hann lést úr ofneyslu fíkniefna og átti Ariana virkileg erfitt eftir dauða hans og talar hún enn um að hann hafi verið stóra ástin í lífi hennar , þó að sú ást hafi ekki enst. Hún var ásökuð að vera valdur þess að hann dó, því hún var komin í samband á ný og það var ekki með Mac. Ásakanir sem voru að sjálfsögðu tilhæfulausar. Ariana virtist ekki ná sé almennilega af sorg og slitnaði upp úr sambandi hennar og Pete.

Sagan hennar Ariönu er ekki búin, því Pete hefur alltaf glímt við mikið þunglyndi og við sambandsslitin féll hann enn dýpra. Hann birti fyrir ekki svo löngu skilaboð á instagram þar sem hann sagðist ekki geta lifað lengur á þessari jörð. Hann var sem betur fer með gott fólk í kringum sig og náði sér örlítið upp úr þeirri djúpu lægð.

Það jákvæða vermdi nú samt hana Ariöna en hún hefur sent frá sér hvern hittarann á fætur öðrum sem þrusast upp vinsældarlistana um allan heim og verma þar fyrstu sætin.

Við fengum nokkur óvænt brúðkaup á árinu og þá meina ég alveg hrikalega svakalega óvænt. Justin Biebs hætti með Selenu Gomez sem var æskuástin hans og byrjaði fljotlega með fyrirsætunni Hailey Baldwin. Þau sáust ferðast um heiminn, kelandi við hvort annað hvenær sem færi gafst og að lokum staðfestu þau þrálátann orðróm um að þau væru búin að gifta sig. Þetta tók ekki langann tíma hjá Biebs og vona ég að ástin þeirra haldist í gegnum súrt og sætt.

Þau voru ekki þau einu sem giftu sig, því Miley Cyrus og Liam Hemsworth giftu sig líka, aðdáendum sínum til mikillar gleði. Þau misstu heimilið sitt í  skógareldunum sem geisuðu í Kaliforníu og það var þá sem þau áttuðu sig, eftir 10 ár af stormasömu sambandi, að þau vildu ekkert annað en vera með hvort öðru.

Best geymda meðganga í Hollywood fyrr og siðar er klárlega meðganga Kylie Jenner. En billjónerinn og snyrtivörumógúllinn Kylie eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar á þessu ári og í 9 mánuði, eða allt þar til barnið var fætt, var Kylie horfin af yfirborði jarðar. Samfélagsmiðlar hennar voru í algjöru lágmarki og náðust nánast engar myndir af henni alla meðgönguna.

Að sjálfsögðu voru þessar vangaveltur uppi, en enginn var með neitt staðfest. ÞEtta voru i raun allt ágiskanir sem enginn vissi hvort að væru sannar eða ekki. Stormi Webster fæddist svo, heilbrigð og fögur og hefur Kylie tekið móðurhlutverkinu fallega, alvarlega og staðið sig eins og hetja. Virkilega ánægð með hana Kylie mína.

Að lokum lék árið nokkra í Hollywood grátt vegna neyslu áfengis og vímuefna. Mac Miller lést eins og áður sagði í september og sönkonan viðkunnarlega Demi Lovato fannst nærri dauða en lífi í byrjun ágúst.

Hún féll eftir 6 edrú ár og munaði engu að illa færi. Hún barðist svo við sýkingu í líkama sínum eftir að hún komst undir læknishendur og var hún oft nálægt því að yfirgefa þennan heim. Smátt og smátt kom krafturinn til hennar og hún jafnaði sig hægt og rólega.

Hollywood leikarinn Ben Affleck hefur líka haft sinn djöful að draga. í lok sumars sást til hans taka á móti kassa af áfengi á heimili sinu. Var áberandi hversu illa hann leit út, og greinilegt að hann var búinn að fara illa með sig. Fyrrum eiginkona hans , Jennifer Garner, tók þá til sinna ráða og kom honum í meðferð. Þau eiga saman 3 börn og vill Jen að börnin eigi föður í góðu standi. Ég verð að gefa henni 100 rokkstig fyrir að gefa sig alla í þetta mission. Ben hefur náð að halda sig réttu megin við línuna so far og vona ég að hann haldi sig þar.

Cardi B fékk ansi margar fyrirsagnir á árinu. Ef hún var ekki að slást við Nicki Minaj, að þá var hún að gifta sig, eignast barn og skilja. Hún eignaðis sitt fyrsta barn á árinu með eiginmanni sínum Offset, sem var svo nappaður við framhjáhald.

Likt og Tristan Thompson var hann ekki með einni píu heldur tveim, Cardi komst að því og henti honum út. Hann hefur lagt mikinn metnað í að vinna Cardi aftur en ekki gengið sem skildi. Tíminn verður að leiða það í ljós hvort að þau nái saman á ný.

Þá held ég að ég sé búin að renna yfir stærstu fréttir ársins. Að sjálfsögðu eru þær ótal fleiri en ég vona að þetta zúmmi það helsta upp fyrir ykkur.

Það sem var að frétta af mér á árinu var ansi margt skemmtilegt. Ég skemmti á hinum ýmsu viðburðum, bæði hér í bænum og úti á landi, stórum og smáum, mér til mikillar gleði og ánægju.

Ég hef alltaf sagt að orkan sem ég fæ á sviði er next level dæmi og gefur mér meira en ykkur grunar. Þessi síða leit dagsins ljós við miklar og góðar undirtektir. Ég er komin með fastan lið á föstudögum hjá K100 í Ísland Vaknar þar sem ég renni yfir stjörnufréttir líðandi viku og fæ að láta gamminn geisa þar.

Samfélagsmiðlarnir mínir sofa ekki heldur, hvorki snappið né instagram.

Nú þegar árið 2018 er að renna sitt skeið langar mig til að þakka ykkur öllum sem droppið hingað inn fyrir lesturinn. Þið sem fylgið mér á instagram og snapchat, takk fyrir að vera geggjaðir fylgjendur sem eru ekkert nema positive feedback!

Ég get alveg sagt ykkur það að ég tek ykkur ekki sem sjálfsögðum og vona að þið haldið áfram að fylgjast með á komandi ári. Því ég get alveg lofað ykkur því að ég mun halda áfram að vinna með 1000 bolta á lofti og skemmta ykkur!

One love people, One love! Dreyfið glimmerinu ykkar yfir eins marga og þið mögulega getið- and you people shine bright!