More Coachella drama!

0
1833

Biebs er ekki sáttur við þáttastjórnandann Morgan Stewart eftir að hún tók hann og lét hann heyra það í þættinum sinum, Nightly Pop á E! sjónvarpsstöðinni.

Þar sýndi hún brot af Coachella hátíðinni sem hefur farið viral, þar sem Justin Bieber mætti óvænt á svið með Ariönu Grande…..og frigging lipsyncaði!

Hún lét ekki staðar numið þar heldur gerði grín af útliti hans og bólu sem hann var með á enninu. Þar fór hún Morgan yfir strikið. Það er eitt að gagnrýna tónlistarmann…einn frægasta tónlistarmann í heimi , fyrir að mæta á svið-og ekki syngja.

En um leið og hún fór yfir í að gagnrýna útlitið hans að þá ertu komin yfir línuna.

Enda óð Bieber á twitter og lét hana heyra það.

Þetta var fyrsta sviðsframkoma Justins í 2 ár og tók Ariana upp hanskann fyrir hann og sagði að þau hefðu ekkert æft þetta, heldur hefði verið 10 mínútna fyrirvari á þessu.

Það breytir því ekki AÐ ÞEGAR ÞÚ ERT JUSTIN BIEBER ÞÁ LIPSYNCARU EKKI.

Ég varð brjáluð á tónleikunum hans sem voru haldnir í Kórnum þegar ég sá að hann varasöng alla tónleikana . Þvílíku vonbrigðin sem það voru. Ég varð svo brjáluð að ég unfollowið hann á insta. I know, geðveikt dramatísk.

Myndaniðurstaða fyrir dramaqueen gif

Málið var bara það, að stuttu áður en Biebs mætti á klakann, mætti nafni hans sem ber eftirnafnið TImberlake. Og hann gjörsamlega negldi hvert lagið á fætur öðru.

Fagmaður fram í fingurgóma. Mér fannst Bieber alls ekki vera að nenna þessu og voru tónleikarnir hans viss vonbrigði.

Morgan hefði hinsvegar mátt sleppa því að krítísera Bieber sjálfan. Þar set ég línuna. Það er aldrei fallegt, og aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Ariana skrifaði svo þetta á twitter en eyddi því skömmu síðar:

,,Circling back. Your fans, friends, and the world is thrilled to have you back. Everyone was so happy to see you smile like that. No one will ever understand how it feels to be you, but it’s not their job to. Take care. Make music. You are loved. P.S. everyone in that video will be streaming. I don’t like when people try to ruin beautiful moments for my friends.”

….og ef þið voruð að spá, þá komst ég yfir dramakastið mitt og byrjaði stuttu seinna að followa hann aftur.

Nýjasti þátturinn af Hollywood Fréttir Með Evu Ruzu droppaði inn á grammið í gær! Go check it! Er að elska þennan fítus sem bættist við Instagram, og á bara eftir að gefa í á IGTV! Hope y´all like it!