Idris Elba er giftur maður!!

0
2373

Hollywood hönkið, Idris Elba er búinn að gifta sig!!!

Þessi frétt var að detta inn á alla helstu miðla heims…og að sjálfsögðu á þennan fréttamiðil sem evaruza.is er!

Idris giftist unnustu sinni, Sabrinu, í gær, föstudag og er þriggja daga athöfn í Marokkó í gangi núna með þeirra nánustu vinum og fjölskyldu.

Sabrina klæddist guðdómlegum kjól frá Veru Wang.

Idris klæddist jakkafötum frá Ozwald Boateng.

Sabrina, sem er 29 ára gömul, kynntist Idris arið 2017 í Kanada og  flugu neistar nánast strax á milli þeirra.

Idris á tvö hjónabönd að baki, og var búinn að segja að hann ætlaði aldrei að gifta sig aftur. En ég meina, þegar amor fer af stað með örvarnar sínar, þá er ekki aftur snúið.

Idris hefur verið ein skærasta stjarna breta undanfarin ár, bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Á hann fjöldann allan af risamyndum undir belti og lék hann til að mynda í Thor Ragnarok, og hefur hann fengð tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna og BAFTA fyrir leik sinn í hinum ýmsu myndum og þáttum.

Þættirnir ,,Luther” hafa slegið öll áhorfsmet í Bretlandi og um allan heim og ég mæli svo sjúklega mikið með þeim!! Þeir eru must!! Má finna þá á Netflix.

Idris hefur sterklega verið orðaður við James Bond hlutverkið, núna þegar Daniel Craig klárar sína síðustu mynd (sem tökur eru að hefjast á). Yrði hann þá fyrsti blökkumaðurinn til að landa því hlutverki, og ég held að það sé kominn tími til að hrista aðeins upp í Bondinum og henda Idris í það hlutverk.

Myndaniðurstaða fyrir idris elba gif

Idris var valinn kynþokkafyllsti karlmaður í heimi af People Magazine árið 2018 og er hann vel að þeim titli kominn.

Sabrina er fyrirsæta og var valin Miss Vancouver ári 2014. 16 ár skilja þau skötuhjúin að, en aldur er bara tala á blaði, og mér finnst þau geggjuð saman.

Idris er ekki bara geggjaður leikari, heldur er hann mjög frægur plötusnúður og byrjaði feril sinn í tónlistarbransanum. Hefur hann unnið með stórum nöfnum, allt frá Jay Z til Madonnu. Árið 2018 stofnaði hann sína eigin plötuútgáfu sem heitir 7Wallace Music.

Idris var fenginn til að þeyta skífum í brúðkaupsveislu Harry og Meghan. Harry og Idris eru ágætis vinir og sagði Idris að það hefðii verið mikill heiður að fá að gleðja brúðhjónin með tónlist á stóra deginum.

Ohh ég eeeeeelskann!!! Congrats my dear friend!!

Previous articleÞetta styttist!
Next articleMore Coachella drama!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!