Það furðuðu sig margir á því um daginn þegar Khloé birti í instastories hjá sér að eins mikið og hana langaði til að birta myndir af systrum sínum af Met Gala, að þá þorði hún því ekki. Hún vildi ekki eiga von á lögsókn.
Hvað átti Khloé við? Yrði farið í mál við hana ef hún myndi birta mynd af systrum sínum frá Met Gala?
Það sem Khloé skaut þarna útí loftið var atvik sem gerðist árið 2017. En þá birti Khloé þessa mynd á instagram hjá sér.
Paparazzi ljósmyndarinn sem tók myndina, hugsaði sér gott til glóðarinnar og hjólaði í mál við hana. Mál, því þetta var hans mynd og hún hafði ekki leyfi til að birta hana, og hljóðaði skaðabótarkrafa hans upp á 175.000 dollara.
Hann s.s tók mynd af Khloé án þess að biðja hana um leyfi, birti hana, Khloé endurbirti- en hafði ekki leyfi til þess. Eitt fáránlegasta mál sem ég hef vitað. Hún hafði ekki leyfi til að birta mynd af sjálfri sér, sem var tekin í óleyfi af henni.
There you go people. Örskrýring komin af þessu litla skilaboði á instagram.-( Khloé og ljósmyndarinn komust að samkomulagi um greiðslu)
Fleiri celeb hafa lent í þessu, Jennifer Lopez, Gigi Hadid, 50 Cent og Jessica Simpson. Þau eiga engan rétt af myndum af sjálfum sér ef hún er tekin opinberum vettvöngum.
https://www.instagram.com/tv/BxLZxMgFhBa/?utm_source=ig_share_sheet&igshid=18ut8mjs3pxzr