Nú segi ég stopp!!

0
2137

Vitiði, nú er ég alveg kjaftstopp.

Ed Sheeran fékk að heyra það eftir að hafa komið fram með Beyonce í Suður Afríku á tónleikum. Og það var ekki vegna þess að hann sagði eitthvað ónærgætilegt, söng falskt eða vegna slæmrar hegðunar. Nei, það var vegna klæðarburðar hans.

Mér fannst alveg magnað að lesa þessa frétt á erlendum miðlum og skoða svo Twitter í kjölfarið þar sem internetröllin fóru að sjálfsögðu hamförum.

Mér finnst fólk almennt vera farið að leyfa sér að tala svo illa um aðra á samfélagsmiðlum að mér blöskrar.

Ástæðan var s.s sú að Ed mætti á svið, eins og alltaf, í stuttermabol á meðan Queen B mætti glæsileg í high couture flík og saman sungu þau lagið ,,Perfect”.

Afhverju í ósköpunum má Ed ekki bara koma á svið í þeim fötum sem honum sýnist? Hann er maður sem er svo einlægur á sviði og dásamlegur að það er mér hulin ráðgáta að fólk þurfi að einbeita sér að því að drulla yfir hann vegna klæðaburðar.

Er þetta ekki bara það sama og body shaming? Clothing shaming? Er það ekki orð sem við getum farið að nota líka. Twitterar segja að þetta sé ekki um fötin sem hann klæðist heldur muninn á konum og körlum og þeirri staðreynd að konur þurfi alltaf að klæða sig betur en karlar til að vera teknar alvarlega.

Really?

Ef B hefði mætt í stuttermabol, þá hefði ég ekkert pælt í því.

Ed hefur svarað þessu á að sjálfsögðu sinn máta, en hann sér kómísku hliðina í þessu öllu. Hann birti screenshoot af greininni þar sem fréttin birtist og svo í kjölfarið link inn á hoax1994 til að fólk geti nælt sér í lookið.

LOL!

Við getum allavega verið sammála um eitt , og það er sú staðreynd að Hoax1994 fékk þarna bestu mögulegu auglýsinguna sína.

Ég man ekki eftir að fólk hafi farið á límingunum þegar Ed mætti í íslensku landsliðstreyjunni í svarthvíta teitið hans Eltons Johns, þar sem allir voru í kjólfötum og síðkjólum.

Fólk þarf aðeins að fara að anda með nefinu og einbeita sér að mikilvægari hlutum…eins og þeirri staðreynd að Ed og B sungu fullkomlega saman.