Samkvæmt nýjustu heimildum kollega minna vestanhafs er Brad Pitt (58 ara) að virðist genginn út eftir langa þurrkatíð….kannski er hann samt búinn að vera að dingla sér í laumi um allar trissur.
Skvísan sem er að kveikja í Brad og pressunni er hin 27 ára gamla Nicole Poturalski.
Hún kemur frá Þýskalandi og hefur verið að byggja upp feril sinn sem módel síðustu ár. Hún hefur meðal annars setið fyrir á forsíðu ELLE í Þýskalandi. Hún var fyrst uppgötvuð í Disneylandi í París.
Svo virðist vera að Brad sé búinn að vera að hitta Niccole í laumi síðan í nóvember á síðasta ári, en það vakti hinsvegar ekki athygli almennings fyrr en nú á dögunum þegar þau sáust fara um borð saman í einkaþotu Brads í París.
Samkvæmt Daily Mail flugu þau til Chateau Miraval, sem Brad Pitt keypti fyrir 67 milljón dollara árið 2011 með fyrrum eiginkonu sinni, Angelinu Jolie.
Nicole á einn son sem er 7 ára gamall og akkúrat þegar við vorum farin að ná utan um tilhugsunina að Braddi væri mögulega genginn út- þá droppar kjálkinn niður í gólf aftur.
Nicole er gift og á son sinn með veitingastaðareigandanum Roland Mary sem er 68 ára gamall. Þau hafa verð saman í um 8 ár og eru í svokölluðu ,,opnu hjónabandi” Brad kynntist Nicole á einum af veitingastöðum Rolands. Rolli gamli er greinilega mjög skilningsríkur og sáttur maður með sína stöðu, enda búinn að vera giftur 5 sinnum.
Ég ætla ekkert að vera neinn dómari. Fólk má gera það sem það vill í sínu einkalífi- en ég á samt smá erfitt með að 27 ára gömul stúlka sé að deita 68 ára gamlann mann. Búin að vera saman í 8 ár sem þýðir að hún var 19 ára og hann 60 ára gamall þegar þau kynnast, EF FRÉTTIRNAR ERU SANNAR.
Ég veit allavega að ef að mín dóttir myndi 19 ára gömul byrja með einum sextugum- úff. All hell would break loose. En það er bara ég. Opna hjónabandið truflar mig ekki neitt- heldur þessi gríðarlegi aldursmunur.
Held samt að það gæti orðið vandræðalegt í þegar stórfjölskyldan hittist. Braddi, börnin, Nicole, Rolli gamli og Angie. Held reyndar að sá hittingur verði aldrei að veruleika, en ég vona það samt mín vegna. Væri góð saga að skrifa um. Það verður spennandi að sjá hversu lengi þetta samband endist. Komin nú þegar í 9 mánuði- ég giska á max ár í viðbót. MAX!
Eitt í lokin… ég mundi skilja Nicole ef Rolli væri heitur. Skil hana t.d vel með Brad, en Roland er ekkert svo hot. En kannski er hann ofsalega góður og ljúfur maður. Samt 68 ára…..og á fullt af
Ef þú ert ekki búin að horfa á nýjasta Hollywood þáttinn, að þá er hann dottinn inn á grammið.